Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Dagur barnsins.

Dagur barnsins var haldin hátíðlegur í gær, mikið var um dýrðir
í miðbæ Reykjavíkur. frétti ég hjá syni mínum og tengdadóttur
sem voru með sín í bænum, að börnunum,
hafi þótt mikið til þess koma að eiga sérstakan dag merktan þeim.
Mikið búið að ræða um daginn og hvenær hann komi nú eiginlega.

Auðvitað eru allir dagar, dagar barnanna það er verið að sinna þeim
á allan handa máta, og það er svo gaman hjá þeim.
Auðvitað eru skin og skúrir en þá kemur mamma eða pabbi til að
bjarga málunum.

Ekki er það svo hjá öllum börnum og ber að hlú betur að þeim
og er það önnur saga.
En það er gaman að eiga svona dag og til hamingju krakkar.


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Glímukappi var að halda ræðu á ungmennafélagsskemmtun
og sagði meðal annars: ,, Á söguöldinni voru Íslendingar menn,
þá voru þeir engar lyddur, eins og þeir eru nú.
Það voru karlar sem höfðu krafta í kögglunum.
Þeir fóru tuttugu í Grettir og höfðu hann ekki."

Kraftakarlar það eða hitt þó heldur.

,, Mikið andskoti leiðist mér alltaf þegar kvenfólk blótar
mjög helvíti mikið," sagði Þórunn gamla.
Hún var að vanda um við unga orðhvata stúlku.

Eigi var hún fordæmi gott.

Kveðið til Aðalbjargar.

            
Hali margra hefur þreytt
             helst til margur kvilli.
             Öllum bjargar yfirleitt
             Aðalbjargar snilli.

                            Góða nótt.Sleeping


Þvílíkt hugmyndaflug.

Mér dettur nú í hug: ,, Hvernig skildi bílskúrinn vera að innan,
örugglega pluss-klæddur, með sófa, bar, baði og skrifborði
svo hann geti ritað ljóðin sín til Vanillu sinnar heittelskuðu."
Svo stendur hann og les henni ljóð, gefur henni drykk,
strýkur henni, og hvað svo???

Hver var að tala um gírstöng?
Er ekki líka hægt að notast við handbremsu stautinn,
sko í handbremsu?

Í alvöru getum við kannski lært eitthvað af þessu?
Nei ég bara spyr.
                             Góðar stundir.


mbl.is Játningar karlmanns: Hefur svalað sér á þúsund bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð frábær.

Til hamingju með að vera það sem þið eruð,
frábærir og öruggir listamenn, og maður finnur
fyrir gleði í hjarta er maður hlustar og horfir á
ykkur því gleðin býr innra með ykkur.

Að mínu mati áttuð þið að vinna þessa keppi, en nei,
þetta er nefnilega ekki keppi, þetta er stigagjöf
eftir hentugleikum hvers og eins lands,
og það skömm að þessu.

Til hvers erum við að taka þátt?
Þetta er bara kostnaður og tímaeyðsla.

Verð að minnast á fötin ykkar,
þau voru æðisleg.


mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Fórum sem sagt fram í Lauga í dag, það var alveg
yndislegt, gott veður og sól í heiði.
Valgerður skólastýra setti hátíðina með frábærum hætti að vanda,
hún lýsti skólastarfi og ýmsu öðru.
Þarna voru 5-10-15 ára stúdentar og einnig útskriftarnemendur
allt upp í 70 ára. Einn talaði fyrir hvern hóp og voru það sérlega
skemmtilega sögur sem komu út úr því, allir hóparnir gáfu skólanum
gjafir, einnig nýstúdentarnir.
Á eftir fengum við kaffi og með því af miklum rausnarskap.
Áttugasta og þriðja skólaári var slitið.
Það ríkir svo mikil gleði á svona hátíðum, og allir eru eins og einn
maður allir þekkja alla, óska til hamingju og spjalla.

Heimasætan á Völlum var ráðin í vist til Þorsteins hreppstjóra.
Nú sat hún inni í baðstofu hjá foreldrum sínum,
og var móðir hennar að leggja henni ýmis heilræði,
áður en hún færi í vistina.
Að síðustu sagði hún: ,, Gættu þín svo, hróið mitt,
að hann Þorsteinn barni þig ekki."
Þá greip faðirinn fram í :
,, Já hann er manna vísastur til þess -- og þau bæði hjónin."

Sit hérna og heyri bölvað skvaldrið í imbanum, ekki unnum við
eina lagið sem var með viti af þeim sem ég heyrði.

                                   Staka.
                      Hver sem hefur góðverk gert
                      guð sinn best í slíku fann.
                      Allt er lífið einskisvert
                      ef að vantar kærleikann.

            Kveðið í skemmtiferð með Húnvetningum.

                      Húnvetningum hrós ég syng,
                      hátt á þingum Braga.
                      Ýtar slyngir aka hring
                      allt í kringum skaga.
                             
                                         Góða nótt.
Sleeping


Farin fram í Lauga.

Nú erum við gamla settið að fara og vera stödd útskrift
að Laugum í Reykjadal.
Ætíð er mikið um að vera á þessum degi enda hátíð mikil
hjá nýstúdentum, og verður heljarinnar veisla fyrir þá
og fjölskyldur þeirra í kvöld.

En mínar dömur eru bara að klára fyrstu tvær annirnar
svo þær eiga 3 ár eftir, en samt er öllum boðið að vera
viðstöddum hátíð þessa og þiggja veitingar á eftir,
það vantar ekki höfðingsskapinn við þennan skóla,
enda rekinn eftir gömlum og nýjum menntasniðum.

Læt heyra í mér er heim ég kem.
                          Milla.

Guði sé lof að ég bý ekki á Akranesi!

Annars þessum yndislega bæ. Þó ég búi þar ekki þá segi
ég mína skoðun á þessu máli.
Mér blöskrar algjörlega þetta rugltal um ekki velferð á
Skaganum.
það getur vel verið að ríkisstjórnin hafi ekki staðið vel að
undirbúningi þess að taka á móti fólkinu, en finnst þeir tóku
ákvörðun um það þá ber að leysa það strax án orða.
Magnús Þór Hafsteinsson fór klaufalegum orðum um þetta í upphafi,
hefur reynt að betrun bæta það síðan en ekki tekist að mínu mati.
Svo er lýst stuðningi við þessa klaufalegu framsetningu.
Ja hérna ég sem ætlaði að gefa Frjálslynda flokknum atkvæði mitt
í næstu kosningum. það verður ekki eftir þetta mál.
Eru þessir menn virkilega enn þá í moldarkofunum?
Eru þeir ekki enn búnir að skilja að allt er að verða án landamæra?.


mbl.is Lýsa stuðningi við Magnús Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálparbeiðni.

Kæru vinir vítt og breitt, hjálpum þeim sem eiga um sárt að binda,
okkur munar ekkert um smá, allt hjálpar.
Guð gefi að við lendum elli í þessu sjálf.

Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
Fmmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar

 


Stórkostleg sjón.

Höfnin á Húsavík er bara með því fallegasta sem ég sé.
Er maður stendur upp á bakkanum og horfir yfir,
sér maður allt sem er að gerast á hafnarsvæðinu, 
síðan horfir maður yfir Skjálfandann og á kinnafjöllin
sem gefa manni ótrúlega mikinn kraft.
Ætíð fyllist hjarta mitt stolti er ég sé bátana okkar og trillurnar
bruna inn til lands.
Skútan var flott er hún sigldi inn í höfnin og ekki síður
hefur þeim um borð fundist aðkoman falleg því er
siglt er inn þá sérðu upp í bæinn, hin fagra kirkja
staðarins blasir við ásamt öllu öðru sem boðið er upp á .
Til Húsavíkur ættu allir að leggja leið sína, fara í hvalaskoðun
og sækja sér kraft úr hinu dulúðuga andrúmslofti sem
ræður ríkjum hér í Norðurþingi.
                       Góða ferð.
mbl.is Fyrsta skúta sumarsins á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

                                  Einn góður
      AUGLÝSING fest upp í sláturhúsinu á Ísafirði:
,,Tökum punga af meðlimum vorum upp í sláturkostnað".

Kæru bloggvinir, hef verið svolítið upptekin í hinum
ýmsu verkefnum undanfarna viku þannig að ég hef ekki verið
svo mikið í kommentum, en er það ekki bara svo með okkur öll
það koma svona tímar, en bætum úr því þótt síðar verði .

Má til að segja ykkur, sat hér við tölvuna þá heyrði ég hurð opnast
og inn kemur einhver léttstíg, hélt það væri ljósálfur, kalla fram og
segi: ,, Hver er að koma inn í ömmuhús, er það draugurinn? Nei
amma það er ég Aþena Marey segir hún um leið og hún kemur í gættina".
Hleypur síðan í fangið á mér og fer að segja mér frá deginum sínum,
Hún var nefnilega í afmæli í dag.
Ég spyr; ,, Veit mamma þín að þú fórst til ömmu? já já amma mín,
ætla samt að hlaupa heim og spyrja hana hvort ég megi vera hjá þér".
Þau eru bara litlir snillingar þessi börn.
Sem betur fer er ekki langt að fara bara þarnæsta raðhús.

Árni Jónsson frá Múla sat einhvern tíman að drykkju heima hjá sér
með flugmanni nokkrum, sem grobbaði mjög af afrekum sínum í
fluglistinni. Hann sagðist hafa flogið þetta og þetta,
oft í lélegum flugvélum og nærri því að segja vélarlausum stundum.
Árni var orðinn hundleiður á grobbi hans,
og þegar flugmaðurinn var að fara, fylgdi Árni honum fram á
stigapallinn, gaf honum vel útilátið spark í rassinn og sagði um leið:
,, Fljúgðu þá helvítið þitt!"

USS! ekki var þetta nú fallegt, en svolítið fyndið.

Dóttir Sigmundar Karls var í ástandinu, og var kona ein að aumka
hann fyrir það.
Þá segir Karl:
,, Jæja þær fá nú borgað fyrir þetta,
og svo þykir þeim líka gaman að því."

                                    
Góða nóttSleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.