Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hver man eftir þessu?

Kannast einhver við byrjunina á þessum sálm eða kvæði,
og ef: ,, Hvernig er restin og eftir hvern?
Ljúfust ef þið getið svarað þessu verið þá svo væn,
henni Kurr bloggvinu minni langar til að vita það
hún er búin að glata þessu niður.


Mér leiðist ósköp lífið,

og langar himins til.

Mig kvelur sjúkdóms kýfið

minn krist ég finna vil.

En bót er minna meina.....




Mývargurinn er hræðilegur.

það er nú ekki verandi við vatnið vegna þessa vágests.
Engin getur ímyndað sér hvernig þetta er nema að hafa
lent í því sjálfur.

Lenti einu sinni í svona, reyndar í Vatnsfirði,
en það er nú sama hvar maður lendir í þessu. Rétt fyrir sunnan
Vatnsdalsvatn er smá vegaslóði sem einu sinni var byrjun á
Þingmannaleið, ekki er hægt að fara þá leið núna.
Maður ekur þennan spotta og þarf síðan að labba þó nokkurn
spöl til að komast að fossi nokkrum sem við ætluðum að skoða
og mynda.
Allt í einu fengum við yfir okkur þetta líka gerið að mývarg að
ég hreinlega gat ekki andað, flýttum okkur að bílnum aftur,
rétt á meðan við vorum að koma okkur inn í bílinn fylltist
hann að mýi, við ókum að stað opnuðum allar rúður og við
vindinn sem streymdi í gegnum bílinn hurfu þær út,
á meðan sat ég með blautþurrku fyrir vitunum.

Svo verið með net er þið farið á svona slóðir.


mbl.is Mýfluguský við Mývatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Maður er nú ekki alveg normal á stundum, haldið ekki að
við höfum farið á Akureyri í þessum hita.
Dóra mín hringdi, henni vantaði að komast til að versla,
Við drifum okkur að sjálfsögðu,
gerir maður ekki allt fyrir þessi börn sín? en þetta var alveg ágætis ferð.
Það var farið í allar búðirnar sem eitthvað er varið í, síðan út að borða,
þau fóru á Nings, ekki ég var úti í bíl á meðan borða ekki þetta óæti á Nings
allt annar en í Reykjavík, en ekki var ég illa haldin því við fórum og
fengum okkur kaffi og brauð á Bakaríinu við brúnna.
Það er sko staðurinn sama hvað maður fær sér allt gott og
þjónustan frábær, og afar ódýrt.
Við erum bara nýkomin heim, ég orðin svöng, en hér fáið þið smá.

Guðni Guðmundsson var að kenna í kvennabekk í Menntaskólanum.
Í byrjun tímans höfðu stúlkurnar hellt vatni í setuna á kennarastólnum.
Guðni skeytti því engu og kenndi út tímann,
en þegar hann stóð upp, sagði hann:
,, Ég ætla að biðja ykkur, stúlkur,
að vera ekkert að setjast í kennarastólinn í frímínutum."

Guðjón bóndi var giftur auðugs stórbónda, en búnaðist illa.
meðal annars var baðstofan hans komin að því að hrynja.
Tengdafaðir hans bygði nú hús yfir hann, lagði til allt efni,
tvo smiði og nokkra verkamenn.
Guðjón var að skýra nágranna sínum frá þessu
og bætti svo við gremjulega:
,, Og hann borgar öllum kaup nema mér."
                                    Góða nótt.Sleeping

 


Hörmulegt ástand.

Kerstin 19 ára gömul aldrei komið út undir bert loft,
væri ekki hissa á því að hún væri með alvarlegan
sjúkdóm, eða að þessi aumingja stúlka væri búin að missa vitið.
Við hverju er að búast, eftir að vera búin að horfa upp á
pabba/afa sinn nauðga mömmu hennar frá því að hún man eftir sér.
Þetta mál er eitt af óhugnaðinum sem er að gerast í dag.
mbl.is Kerstin Fritzl vöknuð úr dái
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nakin heima hjá sér, má það nú ekki?.

Syninum fannst það ekki og fór að vanda um við móður
sína 73 ára gamla hvort hún gæti ekki verið í fötum?
Konan var nektarsjúk og var ekki par hrifin af afskiptasemi
sonarins fór út og náði í byssu, ekki fór betur en svo að
skot hljóp úr fjandanum og beint í puttann á konu greyinu.
Hún þurfti í aðgerð, ekki talin í lífshættu.
hélt maður gæti ekki orðið í lífshættu, við að skjóta sig í
puttann sinn.

Konu greyið hlýtur að hafa vantað athygli allt sitt líf.
Eða getur maður orðið svona veikur?
Eins gott að gera bara ráðstafanir strax, sko með að
börnin manns megi láta gefa manni eitthvað við svona
nektarsíki, ja eða jafnvel kynóróum, tengist það ekki?
Hljóta að vera til pillur við því eins og öllu öðru
.

                SKREPPUR EKKI ALLT SAMAN.

Sagt er að mannskepnan gangi freklega á lífríki dýra.
Stofnar af öllum stærðum og gerðum hafa skroppið saman
um fjórðung síðan 1970.

Erum við ekki að ganga á alla stofna líka mannsstofnanna,
Tel það. Flest okkar eru að fara illa með þá vél sem okkur var
úthlutað við fæðingu, höldum að við getum bara farið með hana að vild
borðað bara eins og við viljum.
Annað hvort erum við of grönn eða of feit, sjálfsmatið alls ekki í lagi,
Hvað gerist? Jú það skreppur allt saman, ekkert er eðlilegt,
en með tímanum ferðu að trúa því að þetta sé í lagi.
Þetta er ekki í lagi og það eru engar pillur til við því.


Fyrir svefninn.

Þorleifur ríki á Háeyri var kvenhollur talinn.
Hann sagði eitt sinn svo frá:
,, Ég gekk að vetrarlagi með stúlku austur að hraunsá
og settist hjá henni í laut.
Þá skall allt í einu á útsynningshríð, en hvorugt nefndi að hætta ."
                    -------------------------
Sigurður Þórarinsson náttúrufræðingur var einu sinni spurður
að því, hvort hann teldi kynvillu ættgenga.
,, Varla ef hún er iðkuð eingöngu,"
svaraði Sigurður
                 ---------------------------
              Kveðið í baði á gamlárskvöld

                    Ég til nýja ársins lít
                    augum björtum meður.
                    Af mér þvæ ég allan skít
                    ársins þess sem kveður.

                                       Góða nótt.Sleeping


Viljið þið biðja fyrir henni Sigrúnu.

Slóðin hennar er, sigrunth.bloggar.is
Kíkið á síðu hennar og sjáið bjartsýnina sem þar ríkir,
hún er smá lasin núna svo ég fer þess á leit við ykkur að
þið biðjið fyrir henni. Það hjálpar henni og hennar.
Ég þekki hana ekki neitt en hún er skemmtilegur
bloggari.
             Guð veri með þér og þínum
                      Milla.

Hræringur.

40.2% vilja Hönnu Birnu sem næsta borgarstjóra þess
meirihluta sem nú er starfandi.
Gott mál ef myndast getur traust um hana, ekki er að
efa að þar fer kvenskörungur mikill.
Allir vita nú að staðan er óviðunandi, og var það löngu áður en
Ólafur fór að hópa í kringum sig samherjum.
Af hverju þegir bara sjálfstæðisflokkurinn
og lætur hvað sem er yfir sig ganga, er það ekki undarlegt.?

Einhver rugludallur hakkaði síðuna hennar Regínu Ósk,
Hann kallar sig FatiH og gerði sér lítið fyrir og ritaði 37 sinnum
á hennar síðu ,, HackeD by FatiH".
Síðan hefur ekki verið uppfærð síðan 2006,
svo ekki hefur verið um neinn áróður á þeirri síðu.
En Tyrkland var á eftir þeim Regínu og Ómari á svið
í keppninni, en þessi FaitH er TYRKI.
Hálfvitalegt.

Þótt gaman sé að horfa á gömlu braggana sem hýsa litlu flugvélarnar
á Reykjavíkurflugvelli, þá er aðstöðuleysið algjörlega til skammar
fyrir land og þjóð.
Nú er að duga eða drepast, skipuleggja og byrja að byggja upp
flugvöllinn eins og hann á að vera: ,, Í vatnsmýrinni".

21. aldar lausn fyrir flugmenn orrustuvéla fundin.
Sko í sambandi við WC. ferðir sem að sjálfsögðu
voru útilokaðar voru í háloftunum.
Fyrirtækið Vermont hefur hannað tæki sem sett er inn í
sérsaumaðar nærur, með slöngu niður í sérútbúin kút.
Kostar bara 150 þúsund á mann.
Frábær lausn, engin þarf að pissa í sig.

Verð að minnast á Bakþanka Davíð Þórs Jónssonar í
Fréttablaðinu í gær. SKÖMM SKAGANS.
Hann ritar vel að vanda og endar á að segja.
Þeir eru allir að vilja gerðir að reynast náunganum vel,
náttúrlega nema ef það kostar þá eitthvað sem ónáðar þá á
einhvern hátt. Þeir nota skort á húsrými sem afsökun á skorti
á hjartarými. þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn,
af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra,
rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður
landflótta Palestínskra ekkna.
þannig efast ég ekki um að margir þeirra skagamanna sem
skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu flóttafólks
í bæinn telji sig til kristinnar manna.
Orð Krists, ,, Það sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra
gerið þér mér",hafi í huga þeirra enga skírskotun til
úrlausnarefna líðandi stundar heldur sé bara fallegt orðagjálfur
til skrauts á sunnudögum.
TIL er gott, rammíslenskt orð yfir þannig fólk.,, Hræsnarar".
Þetta ritar Davíð Þór.

En ég rita eins og ég hef gert áður.
HVAÐ SKRIFUÐU MARGIR Á ÞENNAN LISTA???.
ÉG VILL EKKI TRÚA ÞVÍ AÐ MARGIR HAFI GERT ÞAÐ.


ER ÞETTA EKKI KOMIÐ NÓG?

Mér finnst það og örugglega mörgum öðrum líka.
Hamfarirnar eru búnar að vera slíkar að það nær
engri átt.
Og ég spyr nú úr hverju eru þessi hús byggð eiginlega,
mætti halda úr pappa.

Blessað fólkið það vonandi nær sér eitthvað, en aldrei
mun það getað gleymt.

Hvað verður svo um öll börnin sem eru munaðarlaus,
það er hræðilegt að hugsa til þess ef þau þurfa að
alast upp á barnaheimilum, en við því er víst ekkert að
gera, eða hvað?


mbl.is Öflugur eftirskjálfti í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti bara verið í Landmannalaugum.

Ekki kemur það mér á óvart að þarna skuli vera
svipað yfirborð og á jörðu niðri.
það kæmi mér heldur ekki á óvart ef sannaðist
að þarna hefði verið líf af einhverjum toga.

Flottar hafa verið þær myndir sem gerðar hafa verið um
samskipti manna og það sem við köllum geimverur,
hver og hvað hefur gefið okkur fyrirmynd af þeim verum?
Góð spurning því einhver að mínu mati hefur séð og teiknað upp
og þykir mér það afar spennandi að vita af öllum þeim rannsóknum
sem gerðar og munu gerast í náinni framtíð.

Hvað vitum við svo sem um himinhvolfið okkar?


mbl.is Fyrstu myndirnar frá Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.