Ferðasaga.

Alveg stórkostlegt þetta líf og hvað maður lætur blekkjast, bara að því það hentar manni. Eins og ég hef sagt frá veiktist ég í nóvember, "þvagfærasýking", fékk mig góða, en var lögð inn með stöðusvima nokkru seinna, var nú bara daginn í það skiptið. Fór í sterasprautur með bakið í byrjun desember og allt gekk afar vel átti síðan yndislegan jólamánuð, eftir áramót fór ég að slappast taldi það nú bara vera þreytu, flensu-slen, þó ég væri ekki með neina flensu, en ég er snillingur í að skýra hlutina bara mér í hag.

Þetta endaði með því að Gísli minn þurfti að fá hjálp dætra minna til að koma mér á sjúkrahús, ekki ætlaði ég þangað þetta væri bara einhver pest, þó ég væri með bullandi hita, hætt að geta borðað og komst ekki á WC hjálparlaus, gerði mér enga grein fyrir neinu hvað þá að ég væri að gera útaf við Gísla minn, sjáið ekki í anda hjálparhelluna mína berandi mig 113 kg á WC, og ég var alltaf á WC.

Nú Milla mín kom og hringdi strax upp á spítala sendur var bíll með sætum strákum til að sækja þvermóðskuna, sem stóð ekki undir sjálfri sér komin með óráð og ég veit ekki hvað, en það hvarflaði að mér nokkrum dögum seinna að þær þessar elskur eru ætíð að tala um að mamma sé svo stjórnsöm, en þær eru alveg eins enda dætur mínar.

Þegar ég var búin að vera upp á bráðavaktinni í 3 daga kom yfirlæknirinn inn og tjáði mér að ég hefði ekki mátt koma degi seinna, ég væri afar veik, Ertu ekki að djóka sagði ég og hló, nei ég er ekki að djóka, ég var sem sagt með þvagfærasýkingu sem var orðin af blóðeitrun,mín limpaðist niður og þegar hann var farinn út þá fór ég bara að gráta. Sko krúsirnar mínar, ég er búin að komast að því að ég hef bara ekkert leifi til að haga mér svona, ég sem er alltaf að tala um að ég elski fjölskylduna mína hef ekki leifi til að bjóða þeim upp á þá hræðslu sem kom upp hjá þeim, englarnir mínir grétu stórum er þær sáu mig, litla ljósið vildi ekki knúsa þessa skrýtnu konu sem lá þarna í rúminu og ljósálfurinn minn knúsaði ömmu, en var sko ekki sama.

Þetta lagaðist allt er ég var búin að vera 7 daga á Bráðavaktinni þá var ég flutt á almenna stofu og þau gátu bara komið er þau vildu, eins gott að ég hresstist, hefði nú ekki afborið að missa af handboltanum. Hahaha

Og vitið hvað ég er hrikalega egóisk, rétt eftir áramót fór ég niður í apótek sko neglurnar á mér hrundu bara og voru eins og gatasikti, vildi ég náttúrlega kenna nagla herðir um það, en Abba sagði við mig að þetta færi oft svona er maður væri veikur, ég sagði, en ég hef aldrei verið betri!!!
Hún sagði bara að ég skildi hvíla mig á þessu naglastandi, haldið þið að maður sé ekki svolítið skrýtin og í algjörri afneitun.


Þetta er sem sagt sjúkraferðasagan mín, nú er á dagskrá að efla kraftinn með smá aukningu á hreyfingu dags daglega borða hollan mat og drekka mikið vatn og það er engin hætta á að maður geri svona aftur, verð í eftirliti í marga mánuði og á að koma um leið og ég finn að ég er eitthvað öðruvísi en eðlilegt er.

Elsku börnin mín og barnabörn takk fyrir að vera til fyrir ömmu, amma mun vera til fyrir ykkur eins lengi og guð lofar, ég elska ykkur svo mikið.

Einu en vil ég koma á framfæri, Sjúkrahúsið okkar er gullmoli, við eigum stórkostlega lækna, hjúkrunarfólk og allt annað starfsfólk er bara yndislegt, takk fyrir mig elskurnar, og munið að þið eruð æði

Kærleik á línuna
MillaInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Reyndu nú að haga þér vel og láta þér batna Milla mín.

Knús í hús.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.1.2010 kl. 10:11

2 identicon

Kærleik á þig Milla mín

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn Milla mín.

Já  ég þekki  svona fólk með( þrjóskuna og lækna ekkert að mér) ÚFF

En sem betur fer fór allt vel og þú hagar þér vel

og ferð vel með þig.

                              knúss  Vallý

                              

Valdís Skúladóttir, 30.1.2010 kl. 11:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín, engin hætta á öðru, því ég varð bara hrædd.
Knús til ykkar Gunna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2010 kl. 12:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ragna mín, kærleikskveðjur til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2010 kl. 12:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín veit ég vel að þú kannast við svona þrákálfa, en við lærum af reynslunni, takk fyrir gott samtal í gær
Knús í krús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2010 kl. 12:53

7 identicon

Guði sé lof fyrir fjölskylduna þína, að hafa tekið þig þrákálfinn og komið þér undir læknishendur.

Farðu nú vel með þig og náðu heilsu.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 15:18

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég geri það nafna mín, er búin að læra að ég hef bara ekki leifi til að haga mér svona og svo varð ég bara svolítið hrædd.
Kærleik til þín nafna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2010 kl. 19:41

9 identicon

Naglaherðirinn já hann getur nú verið til vandræða.

Ljós til þín elskuleg og vertu nú hlýðin.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 20:26

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er svo stillt Jónína mín, fór snemma að sofa í gær og á fætur kl.9 í morgun, ég er bara svo þreytt að ég get ekki verið með neitt vesen og svo er ég hætt að nota naglaherðirinn í bili

Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2010 kl. 09:48

11 identicon

Það er eins gott að maður hefur stjórnsemina frá eikinni annars væri hún dauð.....eikinn.

MillaJr (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 12:31

12 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

Sigrún Óskars, 31.1.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband