Komin tími til, sko að viðurkenna

Sporðdreki: Það þarf mikinn kjark að viðurkenna að eitthvað
sé ekki á manns færi. Skemmtu þér ærlega ef þú getur.

Ég viðurkenni svo sannarlega hér fyrir fjölskyldu minni fyrst og fremst og bara öllum að ekki allt er á mínu færi, mikið hef ég verið vitlaus, lokuð, eigingjörn og bara nefnið það. Vitið að stjörnuspárnar mínar undanfarna daga hafa smellpassað við drolluna Millu, sko mig.

En ég held að allir þurfi sinn tíma til að þroskast upp í að vita þetta og hef svo sannarlega komist að því að höndla get ég eigi allt sem gerist.

En það er svo skemmtilegt að etja við aðra um hin ýmsu málefni og mun gera það áfram, en krúsirnar mínar ekki hvað varðar mína eigin heilsu, á því sviði verð ég eins og móðursjúk kerling, vælandi í læknunum það sem eftir er. Skemmtilegt fyrir þá þessar elskur.

Mátti til að koma þessu frá mér er ég las stjörnuspánna.

Kærleik í daginn
Milla
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott Milla mín og farðu vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:17

2 identicon

Auðvitað þú verður alltaf sitjandi á lærunum á læknunum hér eftir.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki spurning, góð afsökun til að heimsækja þá, þeir eru nú svo sætir þessar elskut

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2010 kl. 19:33

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan daginn  Milla.

 Já  ég trúi  því  þeir hljóta að vera mjög sætir.

Vona að þetta sé  þú sért að hressast

                           KV.  Vallý

Valdís Skúladóttir, 2.2.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband