Ég elska bleika svínið
5.2.2010 | 09:28
Og er ekki að grínast.
Til hamingju Jóhannes í Bónus og aðrir eigendur Haga. Ætla ekki að segja ykkur hvað ég var á móti Bónus er fyrsta búðin var sett á laggirnar, en er dóttir mín var búin að koma mér þangað inn nokkur skipti breyttist álit mitt á búð þessari sem síðan breyttist í búðir og varð stórveldi.
Hagar eiga flottar búðir, akkúrat þær búðir sem ég fataði mig og fjölskylduna upp í er ég fór erlendis að versla, nú þarf fólk ekki að fara erlendis, nema til að skemmta sér.
Vissulega gerðust hlutir í kringum allt á Íslandi er hrunið varð, ekki er ég ánægð með það allt frekar en aðrir landsmenn, en hef ætíð haldið því fram að Jóhannes í Bónus sé heiðarlegur og flottur maður, af hverju ætti svo sem að taka Haga frá honum bara til að færa öðrum það á silfurfati eins og gert hefur verið í gegnum árin.
Nú er ég bara að tala um Haga, en gæti tekið mörg önnur dæmi sem ekki eru falleg eins og það er verið að taka fyrirtæki sem eru bara í vandræðum vegna hrunsins og færa það öðrum fyrir skít á priki í staðin fyrir að gera eitthvað fyrir þá sem eiga fyrirtækið og hafa ætíð rekið það með sóma.
Ég kaupi inn til heimilisins í Bónus á Akureyri og líkar það afar vel, fæ yfirleitt allt sem mig vantar, starfsfólkið með afbrygðum yndislegt, takk fyrir mig kæra starfsfól.
Óvissu um framtíð Haga eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur þú gert þér grein fyrir að þær vörur sem þú kaupir af þessum fyrirtækjum eru flestar ódýrar vegna þess að þær hafa verið niðurgreiddar af þér sjálfri og munu verða það í framtíðinni í gegnum skattkerfið þegar afskriftirnar sem nema milljörðum lenda á okkur vegna þessara fyrirtækja! Þegar upp er staðið þá færð þú hvergi dýrari vörur en i Bónus.
Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 12:34
Sigurður það sem þú talar um að ég þurfi að borga, (sem er ekki komið í ljós)
þarf ég þá hvort sem er að borga, á þar af leiðandi minni pening og kaupi vöruna þar sem hún er ódýrust.
Svo skal ég nú bara segja þér Sigurður að ég geri mér fulla grein fyrir hvernig málum er háttað, svona hafa þau verið frá því að ég man eftir og miklu lengur ef maður les söguna.
Er eitthvað betra að kaupa inn hjá öðrum, eins og til dæmis þeim búðum sem sprottið hafa undan kaupfélögunum, þarf reyndar að versla við Samkaup Úrval og Kaskó þar sem ég bý úti á landi, Samkaup er svo dýrt að maður fer helst ekki þar inn, en Kaskó er ágæt sama verð þar og í nettó, en fer í Bónus er ég þarf til Akureyrar því það er ódýrast.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 13:32
Þú segir að sagan hafi verið svona í langan tíma það er rétt en þarf það að vera sögulok ekki hægt að breyta söguni við verðum að verja okkur fyrir ofurvaldinu og þeim sem stela og stálu af okkur peningunum í baunkunum lífeyrirsjóðunum tryggingasjóðunum og á endanum valsa um eins og ekkert hafi gerst, sami grautur í sömu skál!
Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 13:50
ég versla líka oftast í Bónus.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 13:59
Sigurður, allt sem þú ert að segja er satt og rétt, en veistu um lausn sem leiðir til söguloka, ef svo væri þá væri löngu búið að finna lausnina.
Málið er að fundin er leið til að róa okkur niður og við höfum látið róast, það kemur gósen tíð og við fíflin sofnum aftur og aftur á verðinum þar til að við vöknum af rósarsvefninum gerum allt vitlaust, sofnum svo aftur.
ÆI þar sem ég er ellilífeyrisþegi og reyni bara að skrimta mánuðinn, sem ekki gengur vel, er samt ekki með mintakörfulán eða neitt slíkt þá hugsa ég bara svona, kaupa vöruna þar sem hún er ódýrust.
Ég er fædd og uppalin í þessum bransa og gæti sagt þér margar sögur, en nenni ekki að vera að rifja það allt upp, hefur engan tilgang hvort eð er.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 14:06
Gott hjá þér Ásdís mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 14:28
Takk Guðrún þú ert meðvituð um ástandið það eitt er nóg auðvitað áttu gera það sem þér finnst best það á enginn að segja þér annað þannig virkar lýðræðiðLaunsnin er að spillinginn og græðgin verði minkuð með vöku okkar um það alvarlega ástand sem nú ríkir hjá okkur íslendinum gerist ekki aftur og aftur á kostnað þeirra sem minna mega sín.
Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 15:37
Þakka þér Sigurður fyrir kurteisi þína.
Lausnin er þessi veit ég vel og þá ætla ég að vona að fólkið í landinu sofni ekki rósarsvefninum heldur haldi vöku sinni það þarf einnig að vera sterkt eftirlit með öllu fjármálakerfi landsins, það hefur ekki verið að standa sig og af hverju ekki, jú vegna þess að allir eru þeir innviklaðir í sorann.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 17:06
Milla mín ég held að þú sért að grínast?
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 18:01
Jónína mín, heldurðu það, gæti verið að ég væri í púkaskapi í dag, allavega er gaman að vera til.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.