Nú er tíminn
3.3.2010 | 08:42
Nú kemur tími sem er voða skemmtilegur, sko að mínu mati það rignir inn boðskortunum í fermingaveislur, afmæli og sitthvað fleira sem er á döfinni, eins og kosningar á laugardaginn afmæli þá um kvöldið, þarf að skreppa á Eyrina þessa helgi. Jerimías aldrei verið meira að gera, ljósin mín eiga afmæli 10 og 11 mars og er okkur gamla fólkinu boðið í svona fullorðins afmæli, en svo þurfum við Dóra að skreppa á FSA 11 mars, Dóra í sneiðmynd og ég í gangráðaeftirlit, munum hitta góða vini í leiðinni.
Nú við erum boðin í tvær fermingarveislur önnur á Pálmasunnudag, kl 14 verðum við í veislu í Keflavík síðan kl 18 í Grafarvoginum, við förum náttúrlega í þær finnst við erum fyrir sunnan, annars er ég hætt að leggja það á mig að aka suður fyrir fermingar þó æðislegar séu, hef bara ekki heilsu til þess. Ástæðan fyrir því að við verðum fyrir sunnan á þessum tíma árs er að það á að skýra nýjasta barnabarnið mitt á skírdag, hlakka svo til að sjá hana og þau öll, síðan á að ferma frænda minn á annan í Páskum, en hann verður hjá ömmu og afa í Grafarvogi veislurnar fyrir þau bæði systrabörnin verða haldin þar, þannig að ég hitti hann í fyrri veislunni, verð nefnilega farin heim á annan.
Hlakka alveg rosa til að hitta allt fólkið mitt, við erum jú í sambandi á Facebook, en alveg nauðsynlegt að fá að knúsa þau svona annað slagið.
Dóra og englarnir koma með okkur og Milla og Ingimar koma með ljósin í sínum bíl.
Nú er bara að vona það besta með heilsuna og veðrið.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Athugasemdir
Vona að heilsn verði góð Milla mín svo þú njótir ferðarinnar og hittings við vini og fjölskyldu.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2010 kl. 11:59
Takk elskan það verður bara svoleiðis
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2010 kl. 15:01
Knús á þig.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 3.3.2010 kl. 23:03
Sömuleiðis til þín Dúna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2010 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.