Það sem menn/konur telja sig vera

Hef oft leitt hugann að standardi fólks, þá aðallega hvað hver og einn telur sig vera. það er nefnilega afar misjafnt eins og flestir vita.

Það eru þau sem telja sig vera yfir aðra hafna, tel ég að það gætist meir hjá þeim sem eru, það sem kallast millistétt, og ekki biðja mig um að skilgreina hvað er hvað því ég hef aldrei séð neinn mun, nema í framkomu fólksins, það laðar sig nefnilega að því sem það telur vera fínt, margir eru með standart í flottum fronti, en fyrir innan er ekkert, þau hrauna yfir aðra, kunna eigi að koma fram af kurteisi vita ekki hvað það er. Sumir eiga mikið og kunna að eiga mikið, hrauna ekki yfir fólk því þau eru alin upp í góðum gildum og sína eigi öðrum lítilsvirðingu.

Þau sem alast upp í fátækt og eignast peninga síðar á ævinni umturnast í snobbgræðgiruglinu og verða alveg óþolandi persónur, en þeir sem eiga lítið allt sitt líf eru oftast besta fólkið.

Síðan kemur úr hópi alls þessa fólks þeir sem eiga ekki neitt, hafa farið illa út úr lífinu á allan handa máta, sumir eru drykkjumenn aðrir eru fíklar en aðrir eru spilafíklar og eru búnir að tapa öllu sínu bæði peningum, vinnu og fjölskyldu,  út frá öllu þessu verða til einstaklingar sem annað hvort taka sig á eða fara á götuna eins og sagt er og það er ekkert sældarlíf, engin vill vita af götufólkinu sem lenti í ógöngum vegna einhvers sem gerðist og jafnvel skilur það ekki hvað það var, eða man það ekki.

Þau sem fara algjörlega niður, missa allt sjálfsmat eiga afar erfitt með að ná sér á strik þó meðferð takist, þau ná sér ekki upp í sjálfstyrkingunni. Þarna vantar meðferð og hjálp eftir meðferð, það vantar einnig góð meðferðarheimili, þau eru til en það vantar að hætta þessu færibandavinnu og leifa vöxt út úr römmunum sem unnið er eftir.

Ekki er ég neinn sérfræðingur í þessum málum, en hef hlustað og lesið um þessi mál sem segja mér að einnig vantar ást, gleði og skilning.

Kærleikskveðjur
Milla
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að fólk sem hefur þessa snobbhegðun sé haldið minnimáttarkennd á háu stigi og það er til urmull af íslendingum sem eru haldnir þessu miðað við hegðun sl ára.Bestu kveðjur Milla mín til þín og góða helgi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já trúlega er það rétt hjá þér Ragna mín, en mér finnst það grátlegt er fólk eyðileggur líf sitt með svona hegðun, þekki nefnilega eina konu afar vel, sem engin eða fáir koma til í dag því hún er búin að koma þannig fram við bæði ættingja og vini
Knús í þína helgi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2010 kl. 20:03

3 identicon

sem betur fer er hópur af góðu fólki sem vinnur við að hlú að heimilislausum.Hinir sem eiga lítið sem ekkert fá aðstoð hjá Samhjálp og víðar.Sem betur fer er örlítil aðstoð í boði,en ekki nóg.Og það er mjög þekktur hrokinn hjá nýríkum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband