Það brostu allir í gær

Gærdagurinn byrjaði á því að við gamla settið fórum á kjörstað, tók eftir því er ég kom inn hvað allir voru glaðir og brostu breitt, bara yndislegt að upplifa, nú við vorum ekki lengi að setja neiið á snepilinn þökkuðum fyrir okkur með bros á vör.

Ókum síðan fram í Lauga með Neró hann átti að fá að vera hjá englunum yfir daginn og eigi hafði hann neitt á móti því þær dedúuðu við hann, böðuðu og snyrtu svo hann væri nú hreinn á fimmtudaginn, en þá er hann að fara á dýraspítalann í eftirlit og klippingu.

Ferðinni var heitið til Akureyrar og dóluðum við okkur af stað, lentum í þvílíku roki á leiðinni það slokknaði ekki á því fyrr en við komum út úr Ljósavatnsskarðinu, en það var svo sem ágætt á okkur yfir daginn, en fengum næstum sama rokið á leiðinni heim, eigi ætlaði ég að tjá mig um veðrið þó það sé nú ætíð "umræðuefnið".

Á kváðum að fara beint á Glerártorg og fá okkur kaffi og brauð í hádegissnarl, Kaffi Talía bregst aldrei, ég fékk mér rúnstiki með osti og skinku, en allt í einu langaði mig í tertu, fékk mér hana hefði veit ekki af hverju því ég hef ekki fengið mér svona nokkuð í marga mánuði enda kom í ljós að mér fannst hún eigi góð, Gísli fékk sér soðið brauð með hangikjöti að vanda eitt vínarbrauð og svo var það kaffið.


Sátum þarna góða stund, síðan inn í Netto, vorum smá að versla fyrir Dóru mína og okkur sjálf, hittum við ekki okkar góðu vini Huld og Halla, Eva var með þeim, við kjöftuðum smá, en síðan spurði Huld hvort við hefðum ekki tíma til að koma heim til þeirra í kaffi og vöfflur, ó jú það höfðum við, hittum einnig Örnu, hundana þrjá, sem eru alveg yndislegir og vilja helst láta klappa sér og klóra.
Sátum í skemmtilegheitum þar til ég þurfti að fara, en hefðum getað verið lengur því það er ævilega gaman að hitta þau, Það á að ferma Evu á Pálmasunnudag og er okkur boðið, en verðum bara að hitta hana síðar því við verðum fyrir sunnan, takk fyrir okkur kæru vinir.

Fór svo á yndislegan fund, hitti nokkrar konur sem eru á sama róli og ég, eins og allir vita þá er ég ofæta, ofætur eiga allar sína sögu, veikleika, aðferðir við að, en eitt eigum við sameiginlegt og það er hömlulaust ofát. Held að margir eins og ég telji þetta ekkert vandamál framan af ævinni, en svo fer að sverfa að, hjá mér var það slitgiktin, kölkun í bakinu mínu og svo margt annað sem fór að koma fram og ég taldi öll mín vandamál vera öðrum að kenna, en þegar ég skildi við meinsemdina í lífi mínu, sem var það besta sem ég hafi gert ever, þá komst ég að því að ég get ekki breytt öðrum, bara sjálfri mér og fór að vinna í því, var bara nokkuð góð, fékk svo hjartaáfall kom þá í ljós að ég var með fæðingargalla sem eigi var hægt að laga, en fékk gangráð, hætti að reykja og hélt nú að það væri í lagi að borða bara eins og mig listi, 2004 var ég 83 kg á síðasta ári var ég komin í 123 kg
núna er ég 113.

Það var ekki fyrr en í fyrra sem ég komst að því að ég hefði enga stjórn á þessu ofáti og réði ekki við þetta ein, yndisleg kona kom mér til hjálpar bara með smá setningum og nokkrum póstum fór ég að skilja að þetta væri sjúkdómur, Fór í OA samtökin þau og það sem þau boða bjargaði lífi mínu að sjálfsögðu er ég búin að ströglast og þöglast, en í dag er ég svo þakklát því ég er orðin sátt við það sem ég er að gera og skil að ég get þetta ekki án hjálpar æðri máttar.

Það sem ég þurfti að gera mér grein fyrir var að þetta er ekki megrunarklúbbur heldur er ég að borða til betri heilsu, er kílóin fara er það bara bónus. Í dag á ég yndislega trúnaðar konu og ég tek gleðina með í alla daga.

Mér fannst og finnst yndislegt að lesa AA bækurnar og að sjálfsögðu OA bókina sem er nýkomin út á Íslensku og mér finnst nauðsynlegt að vinna sporin. Í AA bókum þá færðu reynslusögur beinnt í æð og færð kaldar gusur  á meðan þú teigar í þig mannræktina sem er í þessum bókum, það er það sem ég tel þær vera mannræktarbækur og allir ættu að lesa, en það er nú bara mín skoðun.

Þegar fundi lauk fórum við Gísli minn á pitssstað til að kaupa hvítlauksbrauð og brauðstangir fyrir englana á Laugum, en svona í leiðinni keyptum við okkur hvítlauksbrauð, sá eftir því fannst það ekki einu sinni gott, rendum í Lauga tókum Neró með heim, maður er hálf framlár í dag, en afar glöð er ég með gærdaginn og hlakka til næsta fundar.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikil gleði í mínu hjarta í gærkvöldi og ég hefði viljað vera að fagna með íslensku þjóðinni í bjráluðu karnivalstuði í Laugardalshöllinni. En þess í stað var ég bara í gleðistuði í anda.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 14:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 7.3.2010 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín það hefði ég líka viljað, átti reyndar að vera í afmæli í gærkveldi, en eftir Akureyrarferðina var ég gjörsamlega búin sat í sófanum og gladdist ein með sjálfri mér, Gísli var í tölvunni.

Þessi dagur var í alla staði afar góður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2010 kl. 19:09

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2010 kl. 19:10

5 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góða  nótt Milla mín.

Valdís Skúladóttir, 7.3.2010 kl. 23:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já alveg rétt Milla mín, það að fá að kjósa létti svo sannarlega á manni.  Knús á þig elskuleg mín.  Alltaf gott að spjalla við gott fólk sem þekkir mann og innsta kjarnann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt er það Ásthildur mín

Kærleik og gleði sendi ég þér og þínum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2010 kl. 18:03

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Drusludósin mín þarna uppi, hélstu að ég væri still awake 23.30 hahaha
Hlakka til að sjá þig, líður að því

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2010 kl. 18:04

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Alltaf gott að kíkja inn til þín ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.3.2010 kl. 19:51

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín, knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.3.2010 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.