Hjartanlega sammála

Það vantar svo sannarlega ýmislegt, flestar koma út í lífið með brotna sjálfsmynd, halda að engin vilji þær eða nokkrum þyki vænt um þær, en það er ekki rétt.

Oft á tíðum er ekki talið heppilegt að foreldrar taki við  stelpunum sínum og þá vantar einhvern sem skilur og sýnir kærleika, með öðrum orðum umvefur þær.

Annað sem er nauðsynlegt og ég veit að vantar, er kennsla fyrir þær sem hafa verið í neyslu frá 12 ára, skulum við segja, það segir sig sjálft að í þeim tilfellum hefur þroskinn staðnað bæði vitsmunalega og siðferðislega, það þarf að kenna þessum ungu yndislegu stúlkum alla þá þætti sem eru nauðsynlegir í lífinu og ég veit að þær vilja læra.

Ég er ekki að tala um að læra á bókina það kemur bara ef þær vilja, fyrst þarf að hjálpa þeim með allt annað. Ungur maður sagði við mig hér á dögunum: " Það er ekki nauðsynlegt að allir mennti sig, fólk gerir bara eins og það vill og getur."

Það sem mér finnst einkenna umræðuna um úrræði eru fordómar og fáir vilja koma að því að hjálpa
Væri það nú ekki ódýrara fyrir ríkisbáknið að koma upp heimilum með fólki sem lætur sig annt um frekar en að missa þessar ungu stúlkur alveg frá okkur.

Þess má einnig geta svona rétt í leiðinni að það bráðvantar úræði fyrir ungt fólk sem á við þunglyndi og geðræn vandamál að stríða, þá meina ég úræði sem passa við þeirra aldur og eru á þeirra leveli, heyri stundum þessa setningar: "það skilur mig enginn, sko hann/hún man ekki hvað ég bað um síðast, þau setja út á allt, er ég bara svona ómögulegur/leg, engum þykir vænt um mig."

Góðar stundir


mbl.is Vantar úrræði fyrir ungar konur í neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Málið er bara að það er nóg til af úrræðum. Í fyrsta lagi hætta í neyslu og í öðru lagi fá sér vinnu. Ég hef sjálfur verið í bullandi neyslu og fór á vog og allur pakkinn... en síðan ákvað ég bara að hætta og fara að vinna og gera eitthvað við mitt líf. Það virkar ekkert nema maður taki sig saman í andlitinu og geri eitthvað sjálfur. Það er ekki erfitt að redda sér vinnu ef maður vill það og það er að mínu mati besta meðferðin sem í boði er.

 Ekki bara bíða og kvarta undan því að ekki sé neitt gert fyrir mann. Það eina sem virkar er að maður geri eitthvað sjálf/ur!

Laxinn, 22.9.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: GunniS

er það framför að kynjaskipta fólki í vímuefnavanda, er vandi stráka í sömu sporum eitthvað minni ?

GunniS, 22.9.2010 kl. 12:14

3 identicon

Hvað með karlmenn í neyslu???

Snýst allt um kvenmenn??

Það á að veita konum hjálp eins og kvennaathvarfið og fleira en síðan geta karlmenn greinilega étið það sem úti frýs.

Á ekki að vera kynjajafnrétti á þessu landi?

geir (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 12:47

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Úff...fínn pistill og þér til ánægju get ég sagt þér að við erum að vina í því þessa dagana að opna slíkt heimili, það verður innan nokkurra vikna.

Varðandi þessi ummæli strákar, það eru svona úrræði fyrir karlmenn en ekki konur. Þetta snýst ekkert um að kynjaskipta neitt, fréttin er höfð eftir rekstraaðilum Konukots, á hún þá að snúast um karla? Hvað rugl er þetta?

Já það eru nokkuð margir sem eru svo heppnir einsog ég og þú Lax sem náum að hætta, en einhverjir ná því ekki og eiga þeir ekki bara að fá að lifa þokkalega mannsæmandi lífi þrátt fyrir það? Og auk þess kemur þetta í veg fyrir að stúlkur neyðist til að selja sig og að menn séu í innbrotum og þjófnaði.

En ss heimilið opnar innan skamms.

KV Gústi

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessaður einhver Ágúst, tel þig hafa svarað hinum strákunum og það með völdum orðum.

Það er gott að heyra að svona heimili er að komast á laggirnar og takk fyrir þitt góða innlegg

KV. Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.9.2010 kl. 15:06

6 Smámynd: GunniS

ágúst og guðrún.  þessi úrræði sem þið talið um að hafi verið og sé til fyrir karla, er eitthvað sem var aldrei ætlað aðeins körlum, það eru til úrræði sem eru ætluð og hafa alltaf verið ætluð fíkniefnanotendum hvort sem þeir eru kvenkyns eða karlkyns, það fer ekki að bera á þessum aðskilnaði kynja í þessum vanda fyrr núna fyrir einhverjum 1 eða 2 árum síðan. 

GunniS, 22.9.2010 kl. 16:59

7 identicon

alltaf kvenfólk, virðist vera að þau séu ósjálfbjarga . reyndar sér maður það alveg . það voru réttir um helgina og við fórum 11 mans á econoline upp á fjall og það voru 5 kvenmenn og 6 karlmenn en 3 sjálfráða stelpur voru svo rosa ósjálfbjarga að þær fóru niður með jeppanum aftur . ástæðan var . afþví þær gátu ekki labbað hlið við hlið niður til að geta talað saman, og þar með þurfti að breita öllu og við strákarnir tókum það að okkur að leita á þeirra svæði og 2faldaðist leitar svæðið sem ég leitaði .. og það er talað um afhverju það sé launamunur . þarna kom svarið.

ragnar (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 20:07

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Ok Ragnar og þetta er relevant hvernig?

Einhver Ágúst, 23.9.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband