Sorglegt.

Já mér finnst það sorglegt er ung kona tekur upp á svona gjörning, setjast upp í bíl próflaus og undir áhrifum áfengis, hvernig dirfist hún?

Hefði getað drepið drenginn og hvað þá, en sem betur fer þá virðist drengurinn ekki hafa slasast mikið en sálartetrið hefur örugglega skaddast og vonandi verður hlúð að því.

Konan já það er einhver ástæða, hvað er að hjá þessari ungu konu, spurning sem þeir sem þekkja til verða að svara og hjálpa þessari ungu konu svo eigi fari ver í hennar lífi.

Guð veri með öllum sem eiga um sárt að binda


mbl.is Ölvuð ók á barn á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla mín, mikið er ég á sama máli og þú þetta er svo sorglegt þegar fólk gerir svona og hugsar ekki um afleiðingar of seint er að hugsa eftir á þegar runnið er af fólki.

Á eina ömmustelpuna mína var ekið á fyrir þremur árum, hún var á gangbraut og mun aldrei bíða þess bætur, ökumaðurinn stakk af en svo mörg vitni voru að þessu og náðu merkingu bílsins, faðirinn hafði alveg nóg að gera hlúa að barninu auk þess sem hann var með annað lítið barn.

Kveðja til þín Milla mín og vonandi líður þér vel í nýju íbúðinni.

egvania (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 11:38

2 identicon

Væntanlega er þetta sama frétt og í Fréttablaðinu, þar sem kom fram að hún hefði fengið bílinn lánaðan hjá vinkonu sinni og að vinkonan hefði svo reynt að sannfæra lögregluna um að hún hefði sjálf verið að keyra. Hún var sem sagt til í að fórna eigin mannorði og eiga á hættu á að vera ákærð, fyrir fulla vinkonu sína.

Jón Flón (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan mér líður afar vel í nýu íbúðinni
Sjáumst á fimmtudaginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2010 kl. 19:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón Flón, eigi veit ég hvort þetta er sama frétt, las þetta í mogganum í morgun.

Kannski hefur hún panilkast þess vegna ætlað að hilma yfir með vinkonu sinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2010 kl. 19:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skelfilegt mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband