Ekki er nú öll vitleysan eins.
24.9.2010 | 22:39
Sporðdreki:
Þessi dagur er frábær til þess að blanda geði við náungann.
Reyndu ekki einu sinni að útskýra það þó þig langi
eitthvert út - aðrir munu ekki skilja það.
Þetta er nú hið fáránlegasta, eina fólkið sem ég blandaði geði við í dag var hið yndislega starfsfólk sjúkrahússins hér í bæ, það var verið að setja á mig holter, fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá mælir holterinn hjartastarfssemina og verð ég með þetta í sólarhring fór svo aðeins heim síðan pantaði ég matvörur úr Samkaup, hef nú aldrei gert það áður, en afar þægilegt ef þörf er á. Þegar vörurnar komu fór ég á pósthúsið með skó sem ég hafði pantað of litla, aðeins í Kaskó til að kaupa tröstemedel og keypti mér álegg, salat, kex, vínber og sitthvað annað ég á nefnilega svo bátti bátt, kom svo við á Baughólnum knúsaði ljósin mín síðan heim og upp í rúm og svaf til 5.
Svo á ég ekki að reyna að útskýra það þó mig langi út - aðrir mundu ekki skilja það, nei það er rétt því ég hef ekki farið út í áraraðir svo ég mundi heldur segja að fólk yrði undrandi, en eitt er það sem mig langar ekki til og það er að fara eitthvað út, til hvers???
Nú þetta með holterinn hann á að sýna hjartalækninum fram á hvort gangráðurinn minn er ónýtur eða hjartað mitt, fer allavega í aðgerð að mér skilst fljótlega.
Að setja í gangráð eða skipta um hann er ekkert mál, að sjálfsögðu er það mál fyrir þá sem eru mikið veikir, allavega talar fólk um það, er minn var settur í fór ég bara heim daginn eftir.
Mér finnst þessi vél sem heitir líkami afar merkileg, við vitum aldrei, rétt eins og í bílunum hvað klikkar næst og í raun ekki hversu alvarleg bilunin er, sko læknarnir tala yfir manni eitthvað tungutak sem hugnast manni eigi svo maður bara lokar á að það gæti jafnvel verið smá hættulegt ástandið á manni, en ef það er bíllinn sem klikkar þá er gert við hann á stundinni, smá djók. Auðvitað gerir maður allt sem þarf fyrir mans eigin vél.
Sem sagt stjörnuspáin mín passar bara alls ekki í dag.
Kærleik á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.