Það sem kemur upp í hugann ll.

Það er svo gott að láta hugann reika og hugsa um lífið og tilveruna. þegar ég sé bruna í fréttum kemur upp í hugann bruni einn sem snart mig djúpt, held ég hafi verið að gera mömmu pirraða með öllum mínum spurningum, allt þurfti ég að hafa á tæru og þarf enn, ekkert í lausu lofti á mínum bæ, já þessi bruni átti sér stað rétt hjá okkur, það var hræðilegur reykur 0g mikill eldur, allir karlmenn í götunni hlupu til að hjálpa brunabíllinn kom en ekki var ráðið við neitt, húsið brann til kaldra kola á svipstundu fjölskyldan komst út á náttfötunum, þau björguðust, en misstu allt sitt. Þetta var pínulítið timburhús.

Pabbi kom heim með fjölskylduna mamma gaf að borða og hlúði að þeim eins og hægt var síðan kom einhver og náði í þau.

Mér dettur oft í hug er ég sé græðgina og flottræfilsháttinn í fólki í dag að það hefði þurft að lifa svona tíma þar sem fátæktin var afar mikil, engar tryggingar, engin greiðslukort, engin vinna og ekki fór fólk í banka til að fá lán, hefði ekki fengið lán því það var nú ekki það sama að vera Jón og séra Jón og svona er þetta að verða aftur.

Gleymi aldrei gamlárskvöldinu sem gerði mig hrædda við þetta kvöld um alla eilífð. Það var veisla að vanda því mamma mín á afmæli 31/12 matur kl. 18 og stíft var veitt af góðum mjöð, dansað og sungið fram undir miðnætti þá voru nú teknir fram flugeldarnir settir í flöskur ( nóg var að þeim) síðan kveiktu ofurhugarnir ( sem varla stóðu í lappirnar) með vindlunum sínum í kveikjuþræðinum, en ekki tókst það alltaf, þá var farið aftur, þá lenti pabbi minn í því að fá flugeld á sig og svo skaust hún um allan garð í staðin fyrir að skjótast upp í loft, ég varð svo hrædd um elsku pabba minn að ég er ekki ennþá laus við hræðsluna og þoli ekki Gamlárskvöld.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg upprifjun Milla mín.  Í þá daga var samheldnin meiri meðal fólks, það stóð saman og hjálpaði hvort öðru.  Ég man að þegar einhver var að byggja steinsteypt hús, og það var í þá daga steypt annað hvort með lítilli steypuhrærivél eða einfaldlega stappað saman á trjéplötu með skóflu, þá komu allir nágrannarnir til að hjálpa til við bygginguna.  Ég man eftir svona atburðum nokkrum sinnum.

Eitt er víst að eitthvað sem maður upplifir í æsku fylgir manni alla tíð.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2010 kl. 08:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er svo satt, samheldnin var meiri í þá daga og í minningunni var þetta svo sjálfsagt og virkilega gaman að taka þátt.

Knús til þín ljúfa mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir pistilinn, mér líður svipað og ykkur með gamla tímann.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2010 kl. 10:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við höfum upplifað þetta Ásdís mín vandinn er bara að koma öðrum í skilning um muninn sér í lagi þeim sem þekkja ekkert annað en velmegun

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband