Gleðilegt ár.
1.1.2011 | 10:24
Ég óska öllum sem hér líta við gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir allt það gamla. Efst í huga mér eins og endranær er jákvæðnin, látum hana flæða yfir allt og alla, það er svo yndisleg tilfinning er meðvitundin nær að skynja allt það góða í kringum okkur, það hjálpar til að bola því sem verra er í burt.
Margir eiga afar erfitt líf í dag og erfitt er að ná tökum á jákvæðni og góðum hugsunum undir þannig kringumstæðum, en ég trúi því að þeir sem verst hafa það kvarta minnst, ekki að ég sé að ásaka fólk, nei langt frá því, það hefur engin sama mat á því hvað þarf að hafa til að vera hamingjusamur.
Eins og með sorgina hún fer ekki eftir því hversu mikið eða náið ég eða aðrir hafa misst og hún kemur ekki bara við fráfall einhvers, Nei hún kemur af ótrúlegustu málum.
Að vera hamingjusamur er í mínum augum að eiga yndislegustu fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér og ég er afar meðvituð um hana og þakka guði fyrir að vera svona gjöfull við mig.
Hér koma fáeinar myndir af okkur sem vorum saman í gærkveldi, mjög svo rólegt og gott kvöld, borðuðum horfðum á skaupið knúsuðumst kl 12 það var stubbaknús með strákadýrin hoppandi upp af kæti í kringum okkur.
Englarnir mínir að fá sér mat á disk
Við mæðgur ekki tilbúnar fyrir myndatöku
þarna vorum við tilbúnar
Strákarnir okkar, yndislegir
Dóra mín.
Amma er vinsælt myndaefni
Hjarta Rice úr Nóa og Síríus, þær gerðu hana englarnir mínir
og máttu alveg eiga hana sjálfar, mamma þeirra fékk smá.
Ljósin hennar ömmu sinn eru alltaf hjá Ódu ömmu og
Óskari afa á gamlárskvöld, en sé þær í dag.
Kærleik í nýja árið okkar allra
Athugasemdir
Gleðilegt ár elsku Milla og takk fyrir skemmtileg samskipti á árinu, hafðu það ávallt sem allra best.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2011 kl. 12:33
Skemmtilegar myndir Milla mín, þú ert voða sæt þarna. Gleðilegt ár og bjarta framtíð handa þér og þínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2011 kl. 14:09
Sömuleiðis Ásdís mín og sendi ykkur Bjarna knúsiknús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2011 kl. 14:21
Takk elsku Ásthildur mín, við erum alltaf sætar þó svo að hrukkurnar vaxi
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2011 kl. 14:23
Gleðilegt ár elsku Milla mín og megi það verða þér ljúft og gott
Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2011 kl. 16:41
Takk sömuleiðis elsku Sigrún mín, stefnum á það besta sem völ er á
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2011 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.