Drynur hann enn?


Eyjafjallajökull.

 Skil hann svo vel þennan fagra jökul okkar það drynur í honum rétt eins og í mér, við erum bæði svo óánægð með hvernig staðið er að málum og komið fram við fólk þeir lofa mér uppskeru á nýju ári, uppskeru í hverju ég hef eigi sáð neinu í þeirra jörð, svo ég tel mig ekki þurfa að uppskera allar þessar hækkanir á nauðsynjavörum sem hellast yfir mig, hvað þá fólk sem er með börn og buru.

Náttúran lætur í sér heyra, varar við, en engin hlustar, mætti halda vegna fegurðar þá sé hún álitin ljóska og hlegið, en náttúran er engin ljóska hún er talsmaður okkar á allan hátt.

Við erum afar lík jökullinn fagri og ég það drynur í okkur, en gjósum afar sjaldan vona svo innilega að hann þurfi ekki að gjósa aftur jökullinn fagri, til þess að eigi fari svo, þarf að hlusta á allar raddir sem banka upp á.




mbl.is Drynur enn í Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2011 kl. 12:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi tekur hann sér frí og lætur sér nægja að drynja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2011 kl. 16:24

3 identicon

Elsku Milla !

Gleðilegt ár, þakka þér fyrir allar ánægju stundirnar á árinu sem liðið er.

egvania (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband