Það sem kemur upp í hugann llll
9.1.2011 | 17:44
Margt hefur komið upp í hugann undanfarna daga eins og svo oft áður, hugsað hef ég mikið um valdið og sjálfselskuna.
Fór að hugsa um valdið er fréttirnar fóru að síast inn um hana Birgittu, ég varð alveg hvumsa og hugurinn leitaði tilbaka.
Eitt sinn er ung ég var átti að kjósa til stjórnar í einhverju verkalýðsfélagi, en ég ætlaði ekki að fara hafði ekkert vit á þessu, en þeir komu heim og sóttu mig, ég var ein heima og þorði ekki annað en að fara með þeim enda voru þetta menn sama sinnis og mín fjölskylda, er á kosningaskrifstofuna kom fannst ég ekki á kjörskrá þetta kostaði ferð niður í höfuðstöðvar og aftur á kjörstað þá höfðu þeir bara snúið nafninu mínu og þóttust ekki finna það, allir þekktu alla í þá daga og þeir vissu hverja ég mundi kjósa, en það var nefnilega reginvitleysa ég hafði ekki hundsvit á þessu, allar götur síðan hef ég verið meðvituð um valdið, en gleymi því á stundum.
Varð fyrir valdbeitingu fyrir nokkrum árum, lét mig og er enn að hugsa af hverju ég hafi gert það, en tel að það sé vegna þess að tækifæri ég fæ síðar til að leiðrétta þetta við viðkomandi, sem er ókunnugur mér að öllu leiti.
Þarna voru strax byrjaðir útúrsnúningarnir, feluleikurinn og útskúfunin á þeim sem ekki pössuðu inn hjá þeim sem voru við völdin í það og það skiptið, ég var nú ekki að skilja þetta allt í byrjun því ég er alinn upp í því að allir séu jafnir.
Sjálfselskan er afar hættuleg, getur orðið að þráhyggju sem viðkomandi trúir statt og stöðugt á, tekur ekki sönsum sama hvað sagt er, vill ekki hugsa rökrétt eða um annað lífsform, í suma vantar algjörlega víðsýni til að sjá eitthvað annað en eitt stórt elsku ég.
Fólk sem getur ekki hlustað, talar bara um það sem því býr í brjósti, fer bara eftir því sem það þykist vilja í það og það skiptið er eitt stórt elsku ég og skilur ekki samvinnu, ást, kærleika eða bara hvað sem er, einungis það sem því langar til.
Þetta fólk er afar sjálfselskt fólk og sjálfselska skapar vald, valdið andlegt ofbeldi og svo mætti lengi telja. Það sér heldur aldrei neitt athugavert við sínar gjörðir.
.
Eitt verð ég að segja sem er staðreynd, allt er þetta okkar sjálfra að verjast og segja nei við og núna eftir mín síðustu veikindi sem eru ekki afstaðin mun ég algjörlega huga að minni heilsu og er ég svo lánsöm að eiga góða fjölskyldu sem hjálpar mér í því.
Bara mín skoðun og ætlast ekki til að aðrir hafi þá sömu.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Falleg og sönn færsla hjá þér Milla mín. Betur væri að fleiri hugsuðu svona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2011 kl. 13:46
Sammála því Ásthildur mín
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2011 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.