þetta er til skammar

stækka

Miklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á verði á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var nú í febrúar.

Mér þykir það grátlegt í landi þar sem meðalþyngd fólks og þá sér í lagi barna fer hækkandi, að það  er orðið ódýrara að kaupa sælgæti, kex og aðra óhollust heldur en heilnæmt grænmeti og ávexti.

Nú, unnar kjötvörur eru hlægilega ódýrar sem sagt ruslfæðið, en hreint kjöt, kjúklingar og fiskur er svo dýrt að fólk getur ekki keypt þennan mat.

Halda ráðamenn að það verði ódýrar er fram í sækir að hafa þetta svona, greiðið niður grænmetið  og annan heilbrigðan mat svo fólk geti keypt það fyrir börnin og heimilisfólkið í heild sinni.

Vona ég svo innilega að fólk með viti komist til stjórnunar í þessu landi og það sem fyrst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Landbúnaðarvörur hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.