Umhugsunarefni.
6.8.2011 | 09:15
Já það er umhugsunarefni að sumir fæðast í þennan heim til að vera á sama stað allt sitt líf, en aðrir eru endalaust að breyta til, ekki að þeir ætli að breyta, það bara gerist. Þeir sem eru á sama stað hljóta að vera afar hamingjusamir í sínu lífi.
Ég hef reyndar alltaf verið hamingjusöm þar sem ég hef getað útbúið hreiður fyrir mig og mína, en auðvitað hafa hreiðrin verið mis góð, er nú að tala um þetta vegna flutninga minna suður í Reykjanesbæ það er komið að þeim, dótið mitt fer um næstu helgi, ég og englarnir mínir verðum svo hjá Millu og förum suður í lok mánaðarins, það verður gott að vera þar í smá tíma og dúllast við ljósin mín þar
Dóra mín flaug suður í gær og ef ég þekki hana rétt þá verður allt spikk and span er við komum suður, en ég mun búa hjá þeim í vetur og njóta þess að vera með þeim og einnig elskunum mínum á Kópabrautinni, en þar á ég fjögur barnabörn.
Ástæðan fyrir þessu róti mínu núna er sú að húsið sem ég leigði seldist og þær voru fljótar að bjóða ömmu gömlu að vera hjá þeim í vetur ég tók því, síðan næsta haust eru þær farnar til Japans í framhaldsnám.
Ég mun taka ákvörðun um það í vetur hvar í framtíðinni ég ætla að búa er nefnilega komin á þann aldur að best verður að setja sig niður í geiranum fyrir heldri borgara þessa lands. Er ekki alltaf verið að byggja lúxus íbúðir fyrir okkur sem eru á lágu tekjunum mun örugglega taka eina slíka.
Má til að minnast á sem mér finnst vera afar sérkennilegt og það er minnið hjá fólki/karlmönnum já þeir eru svo afar fljótir að gleyma er viss mál bera á góma, þó ég hafi ekki verið mikið inn á bloggi eða facebook í sumar hef ég lesið og fylgst með og eigi hefur mér fundist þær úrlausnir vera fullnægjandi sem gerðar voru, en að sjálfsögðu þurfti eitthvað að gerast til að málið yrði ekki stærra, þeir vilja jú halda sínum stöðum þessir aumingjar.
Margir eru þeir ofbeldis-glæpamennirnir, og hugsið ykkur þá sem væla og skæla um að það sé búið að eyðileggja líf þeirra, halda þessir glæpamenn að alþjóð trúi þeim, nei og aftur nei því engin kona lýgur svona ógeði upp á sjálfan sig.
Jæja elskurnar þetta er nú bara brot að því sem er að brjótast um í hausnum á mér, það mun koma meira með haustinu.
Frið og gleði til ykkar allra
Milla
Athugasemdir
Þú tekur þessu róti með æðruleysi Milla mín. Gangi þér allt í haginn og megir þú finna bestu lausnina fyrir þig mín kæra. Það er gott að eiga kærleiksríkt fólk í kring um sig. Það er okkar dýrmætasta og besta gjöf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 09:51
Takk elsku vinkona og ég tek svo hjartanlega undir með þér með að eiga kærleiksríkt fólk að, það eigum við báðar, já ég vona að ég finni bestu lausnina fyrir mig
Knús í Kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2011 kl. 10:23
Þú ert svo skynsöm kona og vel hugsandi að það er ekki nokkur vafi á því að þú finnur bestu lausnina elskan mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 10:56
Ég var einmitt alveg komin að því í gær að hrinja í þig og kanna hvernig þú hefðir það, gott að sjá færslu frá þér og gott að þú ert í sama gírnum mín kæra, það á eftir að fara vel um þig hjá Dóru og stelpunum og svo dettur þú niður á eitthvað fallegt hreiður fyrir næsta ár, þú ert þannig manneskja að þú lætur þetta bara reddast. Knús og kærleikur á þig elsku Milla mín
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2011 kl. 11:05
Takk Ásthildur mín, vonandi sjáumst við einhverntímann
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2011 kl. 13:05
Ásdís mín ég fer nú aldrei úr gírnum, en var ekki mikið hér inni í sumar það var bara svo margt annað skemmtilegt að gera.
Já elskan mun finna mér annað hreiður það er engin spurning.
Knús og kærleik til ykkar Bjarna
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.8.2011 kl. 13:07
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2011 kl. 13:11
Hafðu það alltaf sem allra best, elsku Milla mín
Og takk fyrir yndislega athugasemd við mína bloggfærslu
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.