Fór á Kabbalah fyrirlestur í gær
10.11.2011 | 12:38
Það var yndislegt, fræðandi og góð áminning inn í þá flóru sem ég lifi eftir, set inn nokkrar myndir fólkinu mínu og vinum til skemmtunar.
Hermann sem opnaði Kabbalah setrið á Íslandi frétti af að Gudni væri
að koma til landsins, en Gudni býr í Japan, þá bað hann Gudna að halda
einn fyrirlestur.
Ljósið
Gudni bróðir og Hermann sem opnaði Kabbalah setrið á Íslandi
Gudni að segja okkur aðeins frá lífsins tré
Anna Dögg dóttir Guðna, Guðrún Emilía, Sigrún Lea og Guðni
Hrönn frænka, Ásta frænka situr við hliðina á henni, Inga og Ingó
Allir vel hlustandi, en það var líka hlegið, því maður á að lifa í gleðinni
Ég, Ingó og Guðni
Neró fékk að vera með hann var afar glaður með athyglina
sem hann fékk
Hann leiddi okkur í hugleiðslu við hina hljóðu tjörn, magnað.
Erum við ekki myndarleg systkinin
Sko maður er í essinu sínu, sést í Ingu mína þarna á milli
Öll svo glöð, ég er að segja að ég þoli ekki Homer Simsson, en
auðvitað er hlegið að húmorsleysinu í mér.
Nú að því að þau Jano og Ume fengu ekki að koma með verð
ég að setja inn mynd af þeim, svona eru þau ætíð kúrandi saman
Það er alltaf svona gaman hjá okkur.
Eilífðin, hafið þið spurt ykkur sjálf: "Hver er ég"
Takk fyrir mig
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Milla mín, jú þú ert svakalega flott kona. Innra sem ytra
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2011 kl. 13:47
SPOILER: Kabbalah er púra steypa.
Tell you what, farðu frekar í Harry Potter klúbb með börnunum þínum, það er mun skynsamlegra og skemmtilegra fyrir alla.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 13:50
Sömuleiðis ert þú elskuleg
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2011 kl. 13:59
DoktorE??????????????? Hvað á maður að gera við þig, veistu ég held að þú hafir rosa gaman af að reyna að espa fólk upp, en ljúflingurinn minn það tekst ekki með mig.
Farðu nú og lestu fræðin, þarft reyndar að fara langt aftur í tímann, en það er auðvelt þú bara googlar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2011 kl. 14:02
Ég er ekki að reyna að æsa neinn upp, ég er bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Þú, ég og allir aðrir erum partur af lífríki jarðar, þegar við deyjum þá erum við dauð; Game over, sama þó þú farir í Kabbalah, kristni, islam, hvað sem þú gerir þá mun það ekki hafa nein áhrif á endanlega niðurstöðu; Við erum dauð þegar við erum dauð, við erum ein í messunni.
Öll trúarbrögð eru manngerð, gerð sérstaklega til að véla menn inn í rugl og bull, hafa af þeim peninga, gera þá viljuga í að deyja í stríðum.
Ég veit þetta, þú veist þetta, það vita þetta allir; Sumir bara halleljúgast yfir rödd skynseminnar sem hrópar: HALLÓ þetta er bara hjátrú, guð er snuð...
DoctorE (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 14:52
Takk fyrir að koma með þína skoðun DoktorE, em ég veit mitt og þú veist þitt, minn sannleikur er minn og þinn er þinn, þurfum ekki að vera samála.
Það er nú annars bara gaman að spjalla við þig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2011 kl. 18:05
Ég sé Milla mín að þú hefur jafn gaman af DoctorE eins og ég, mér finnst ómissandi að fá innleggin hans. Takk fyrir allar þessar skemmtilegu myndir en á Kabbalah fyrirlestur færi ég ekki,( né aðra fyrirlestra um trú) finnst mig ekki vanta neitt. Læt mitt duga mér. Góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2011 kl. 12:09
Ásdís mín þú þarft ekki að tala eða vera trúuð til að lifa eftir Kabbalah, fyrirlesturinn hljóðaði upp á hvernig þú getur lifað farsælu lífi fyrir þig, engin gerir það fyrir þig, en of langt mál að útskýra það hér.
En hefur þú hugleitt hvar þú ert?
Knús til þín ljúfust.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2011 kl. 13:26
Já ég hef sko gaman að lesa DoktorE, hann er snjall mundi vilja hitta hann auglitis til auglitis
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2011 kl. 13:27
Já Milla mín, ég hugsa oft um hvar ég er stödd og hversvegna og um lífið almennt, hugsa stundum of mikið meira að segja, en ég held að það sé bara gott, allavega líður mér vel í sál og sinni og það er fyrir mestu. ég segi eins og þú að ég vildi gjarnan hitta DoctorE og spjalla við hann.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2011 kl. 14:05
Ætli hann sé ekki bara Kalli biskup sjálfur að fá útrás
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 17:49
Þetta er áhugavert ..
Lífsins tré finnst eiginlega í öllum trúarbrögðum, - askur Yggdrasils er t.d. líka lífsins tré og auðvitað var eitt stykki í aldingarðinum Eden! ..
Þú ert rosa flott á myndunum! -
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2011 kl. 18:01
Auðvitað hugsar þú um það hver þú ert, evaðist aldrei um það ljúfust mín, þér líður vel og er manni líður vel trúir maður á kærleikann
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2011 kl. 21:54
Gæti verið Ásthildur mín, allir þurfa að fá útrás.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2011 kl. 21:56
Kabbalah er einnig til í mörgum trúarbrögðum og já Yggdrasil hefur einnig lífsins tré og að sjálfsögðu Aldingarðurinn Eden, enda er talað um hann í Kabbalah
Mér fannst afar fróðlegt og gaman að fara á þennan fyrirlestur sérlega að því að bróðir minn var beðin um að flytja hann og miðla af sínum viskubrunni, en ég hef löngum reynt að lifa eftir þessum vísdómi.
Takk Jóhanna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2011 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.