Myndablogg
29.3.2012 | 17:56
Dóra mín fór í myndaleit í gær, fengum skemmtilegar stelpur í heimsókn sem eru vinkonur Dóru frá unga aldri og það var náttúrlega farið að skoða myndir, Dóra fann þessar fyrir mig
Yndisleg mynd af Möggu bestu vinkonu minni sem kvaddi þessa
vídd allof snemma síðan er Jenný og Vala mín góða vinkona systir
Möggu. Held að Jenný sé nú að fíblast með þessa Wiský flösku
Dóra mín 3 ára á barnum í gömlu flugstöðinni (Að ég held)
Pabba mínum fannst vissara að venja hana við frá unga aldri,
en mér sýnist hún vera smá hrædd.
Tekið á jólum 1976 Íris, Milla, Fúsi og Dóra
Fúsi og Milla að leika sér með bíla og dúkkur
Milla og Fúsi þau eru að leika sér í sjónvarpshorninu
Sölvi Steinn brosir alveg eins og pabbi sinn, sko Fúsi minn
á Sölva Stein
Eina mynd hjá jólatrénu áður en farið er að sofa
Dóra með Millu og Fúsa á fermingardaginn sinn, þau létu ekki vel að stjórn
Milla og Fúsi með ömmu sinni á fermingardegi Millu.
Milla og Fúsi í Millu herbergi
Milla mín svo flott á fermingardaginn, hún valdi sér
reirhúsgögn í fermingargjöf og ég er með súluna í dag
hún er stráheil og æðislega falleg.
Gaman að þessum myndum.
Knús á línuna
Athugasemdir
Mikið er gaman að þessum gömlu myndum. Takk fyrir að deila þeim Milla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.