Smá pistill

Þetta ár er búið að vera fljótt að fara hjá í sumar sem var ætlaði ég norður  að leika mér smá en þá bilaði bíllinn minn og ég fór á sjúkrahús eins gott að bíllinn bilaði því annars hefði farið illa fyrir þeirri  gömlu kanski upp á miðri Holtavörðuheiði.
Nú sumarið var tekið í Reykjanesbæ enda besta veðrið hér sunnan heiða, illa gekk að fá varahluti og komst ég ekki á bílinn minn fyrr en í haust, (hef ekki stoppað síðan).
Lífið er náttúrlega aldrei eins og maður vill hafa það en ef maður tekur það besta úr því þá blessast þetta allt.

Ætla nú ekki að segja að ég sé sátt við allt sem gerst hefur en hvað þýðir að súta það.

Jólaundirbúningurinn og jólin eru búin að vera yndisleg þó það hafi vantað elskurnar mínar á Húsavík en amma fer nú örugglega til þeirra í vor.

cxawgj5wkaaeibg_1274738.jpg

 

Hér kemur ein mynd frá aðfangadagskvöldi allir yfir sig glaðir að vanda
þetta átti að vera grettumynd en það hlóu allir svo mikið nema amma gat grett sig smá.
Við vorum svo í hangikjöti á jóladag hjá Fúsa mínum og co
er heima í afslöppun í dag.

Englarnir mínir eru svo að fara út til Japans í lok janúar með 3ja ára vinnuvísa í farteskinu svo amma ætlar að fara að safna fyrir Japansferð ef læknirinn gefur grænt ljós, svolítið langt flug.

Kærleik til ykkar allra.
Munið að agnúast ekki.
munið brosið,
brosið sem alla gleður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband