Allt í drasli.

Auðvitað hafa allir upplifað það að manni finnst allt vera í drasli.
Einu herbergin sem eru í alveg í lagi er eldhúsið og tölvuverið ha ha ha. 
Rúmið mitt er á miðju gólfi,(er verið að mála) hanga einhverjar lufsur
fyrir gluggunum, Á eftir að ákveða gardínur. 
Nýa rúmið kemur á miðvikudag  og börnin mín voru að tala um að það yrði
ekki hægt að koma hingað fyrstu dagana nema hringja áður,
skil það nú ekki,  tjúlli ralli ræ.
stofan er í upplausn tveir nýir sófar og það á eftir að  hanna allt
upp á nýtt.( kannski maður fái bara Innlit Útlit oj.oj.)
Við flytjum í gestaherbergið á morgun, það er í lagi,
en þið sjáið alveg hvað ég meina,
það er allt undirlagt þegar maður stendur í svona framkvæmdum,
og ekki er ég til stórverka hæf, svo þau eru að hjálpa til, 
börnin mín og tengdasonurinn.
Aldrei  mun ég geta fullþakkað börnum mínum og tengdabörnum
hvað þau hafa fyrir mig gert í einu og öllu.
ævilega þakka ég þeim fyrir að vera það sem þau eru,
síðan þakka ég Guði fyrir að gefa þeim þá gæfu að eignast
þessi yndislegu barnabörn mín mun ég  elska þau öll
meira en allt annað í heiminum.Heart
      Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj hvað allir eru notalegir við þig

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Gestur Gunnarsson

Hér á Flókagötu er verið að skipta um elhúsinnréttingu. Verkið hófst í janúar 07. Reiknað er með að það klárist fyrir jól.

Gestur Gunnarsson , 1.10.2007 kl. 05:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragga mín, ég veit að þú hefur fengið svona notalegheit
og veist alveg hvað ég er að tala um þegar ég tala um ástina og kærleikann.
Eigðu góðan dag Ragga mín. þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.