Fyrir svefninn.

Kaupsýslumaður héðan úr Reykjavík fór í utanlandsferð með konu sína.
Þau komu til Parísar og voru þar í nokkra daga.
Fyrstu tvo dagana fylgdi eiginmaðurinn konu sinni í búðir,
eins og hana lysti, en þriðja daginn sagðist hann þurfa að sinna
sínum verslunarmálum og bað hana að halda kyrru fyrir í gististað þeirra.
Hún féllst á það, en bóndinn brá sér beina leið á Ritsbar.
Þar komst hann á tal við gleðikonu,
glæsta og girnilega. Hann veitti kampavín,
og hófust nú samningar á milli þeirra.
Hún setti upp 5000 frank, en hann vildi ekki borga meira en 1000 franka,
og gekk ekki saman með þeim.
Segir nú ekki af karli, fyrr en hann kom heim í
gistihús til konu sinnar. Hún spyr hann,
hvernig verslunarerindin hafi gengið.Hann lætur vel af því,
segist að vísu ekki hafa keypt neitt, en komist í vænleg sambönd.
Konan segir þá, að úr því að honum hafi gengið svona vel,
þá ætti hann að bjóða sér út um kvöldið.
Hann lætur það gott heita, og fara þau í fínan næturklúbb.
Þegar hjónin eru nýsest þar að borði, svífur til þeirra glæsikvendi eitt,
og þekkir karl þar kunningja konu sína frá Ritsbar.
Hún lítur með fyrirlitningu á konuna, snýr sér að bóndanum og segir:
,,Þarna sjáið þér, hvað fæst hér í Paris fyrir skitna 1000 franka."
                                  Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm, takk fyrir þennan og góða nótt til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Huld S. Ringsted


Huld S. Ringsted, 26.10.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband