Öllum er bara sama.

ÉG stend við þá skoðun mína að öllum er bara alveg sama.
það er ekkert gert í því að borga mannsæmandi laun,
svo það fáist gott fólk í þau störf sem þarf að leysa af hendi.
Þetta er bara látið rúlla einhvernveginn.
Það er sama vandamálið hvar sem þú berð að.
Ég tek það fram að ég er ekki að álasa starsfólki
þessara staða því ég kenni það ekki, en veit ég bara
að móðir mín var í íbúð á Lindargötunni,
og það var komið inn til hennar á hverri nóttu til að
vita hvernig henni leið, fyrir utan það
sem var litið til með henni á daginn, núna er hún í Skóarbæ
og þar er yndislegt starfsfólk.
Þetta er afar sorglegur atburður, en svona á ekki að eiga sér stað.
Hvar er kærleikurinn sem á að vera í fyrir rúmi,
þegar um fólk er að ræða sem þarf hjálp frá öðrum?
mbl.is Var ekki vitjað í rúma viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ svona fréttir eru sorglegar og ömurlegt að svona skuli ske í okkar litla þjóðfélagi, stundum mætti halda að við værum milljóna samfélag sem gleymir lítilmagnanum

Huld S. Ringsted, 8.12.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta er sorglegt, og það er staðreind að þjóðfélagið má ekki vera að því að sinna þessu fólki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Allt of mörgum alveg sama.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það er nú svo að misjafnt er hvernig hug fókl ber til vinnu sinnar hvort sem laun séu há eða lág. Við höfum oftar en ekki frábært fólk sem sinnir starfi sem þessu, fólk sem starfar ekki síður af hugsjón.  Gleymum þó ekki að það er til fólk sem nýtir sér veikleika annara og hlýtur gróða af og hefur ekki siðgæði í fórum sínum.  Kona ei sagði mér á dögunum að aldraður faðir sinn hefði verið rændur af starfsmanni..........allt er til !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.12.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt Fjóla sem þú segir, og ég gæti bætt enn þá fleiri sögum við, en sem betur fer eins og ég hef ritað þá er til margt gott fólk í þessum geira.

Allt of mörgum er sama.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband