Feministar hjá Agli.

Ég hef nú aldrei kallað mig feminista,
en sammála þeim er ég í mörgu sem þær hafa framm
að færa. Ég tek upp hanskann fyrir þessum konum,
sem komu í þáttinn til Egils,
(ég held að ég hefði ekki þegið þetta boð hans,
svo stór upp á mig er ég).
Þessar konur eru frábærilega vel máli farnar,og kann
ég vel að meta það,
því þá veit ég að sjálfsálitið er í lagi.
Hafði ég út úr þessum þætti mikinn fróðleik,
já og bara vitund sem ég hafði ekki hugsað út í áður.
Sóley talar um að það þurfi að ráðast að rótum vandans,
þar er ég alveg sammála, í svo mörgum þáttum þarf að gera það.
og það tekur mörg ár að aðlaga alla þætti að siðferði okkar.
Þjóðfélagið alt er gegnumsýrt af meðvirkni.
Margir hvorki sjá eða vita neitt,
flestir vilja bara halda friðinn,
og láta hlutina yfir sig ganga.
Alt syndir áframm í ósómanum og viringarleysinu.
Kæra fólk þetta snýr ekki bara að feministum,
eða það sem þær vilja,
Þetta snertir okkur öll, og hvernig við vinnum úr
þessum málum er okkar mál, en best er að vinna þetta
opið og meðvitað, hvort sem það eru hægri, vinstri,
feministar eða bara venjulegt fólk eins og ég og þú.

Mín skoðun er sú að fólk ætti að lesa söguna eins langt
aftur og það vill sjálft,
þá sér það hvað konur og menn hafa þurft að þola
í skjóli valdsins.
Takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.