Óveður á Suðurnesjum.

Hvernig er þetta eiginlega er veðrið alltaf að versna,
eða er allt gott í hyllingunni? Þrjú óveður á einni viku
ég man nú bara ekki eftir því líku áður,
ég bjó í Sandgerði í 27 ár og man ekki eftir því
að það hafi verið afboðaður skóli,
þó að það hafi verið eitthvað að veðri,
þess vegna tek ég upp hanskann fyrir grunnskólanum í Sandgerði
fyrir að afboða skólann í morgunn,
börnin hafa ekkert að gera út í þessu veðri.
Ég hringdi í börnin mín í Njarðvíkunum í morgunn
og höfðu þau nú bara haft sín heima.
Hringdi ég líka í vinkonu mína í Keflavík og
hún komst ekki til vinnu í Reykjavík og það er bara allt í lagi.
Fólk á að vera heima hjá sér í svona veðri.
Það er víst alveg nóg sem hetjurnar okkar hafa að gera.
mbl.is Foreldrar á Suðurnesjum sæki börn sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hér hvín í öllu og bílskúrsþak nágrannans er að hugsa um að færa sig. Við erum búin að láta vita og svo er bara að bíða og sjá.

Ragnheiður , 14.12.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ elsku snúllan mín við ættum eiginlega að vera saman báðar svona veðurhræddar, við gætum að sjálfsögðu talað okkur út úr hræðslunni,

það er allt að verða vitabrjálað hér, er að hugsa hvort ég á að skrýða undir sæng með litla Neró mér við hlið, (það er sko hundurinn) hann æðir hér um allt hús og veit ekkert hvar hann á að vera, en ætli ég fái mér ekki bara te og brauð með englinum mínum.

Maður er nú alveg kolruglaður, var að kaupa

hreindýrakjöt fyrir fólkið mitt fyrir sunnan,

fór snemma í morgunn og ætlaði svo með það á fluttning suður, en hætti við vegna veðurs, bíllinn gæti farið útaf og hvað þá með kjötið? he,he,he,

Vona að þú fáir ekki bílskúrsþakið yfir til þín.

Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband