Hvað gerist í heilabúi kvenna?

Einmitt hvað gerist í heilabúi þeirra kvenna sem standa í
biðröðum til að komast á útsölur k.l. 5 að morgni?
Hef aldrei skilið þetta æði, og sem betur fer, er greind Íslenskra kvenna
hærri en svo að þær hagi sér svona.
Allavega man ég eigi eftir því, vann samt í tískuvöruverslun í mörg ár.
Þið hafið séð í Amerískum bíómyndum:  ,,Það er útsala og þá klikkast allt".
Þetta er líka svona í raunveruleikanum, sko erlendis.
Auðvitað fara konur á fróni voru á útsölur, gera góð kaup, fyrir fjölskylduna,
en þær klikkast ekki, eða er það nokkuð?W00t ef svo væri.


mbl.is Þrjár konur féllu í yfirlið á útsölu Next
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég held það tengist græðgi frekar en neyð.

Heidi Strand, 28.12.2007 kl. 09:52

2 identicon

Sem betur fer erum eins misjöfn og við verum mörg í þessum heimi, það er svo gott að sætta sig bara við að aðrir eru eins og þeir eru, fæddir með sína greind sem er ekki okkar að dæma eða skilja, frekar að virða.

Eigðu góðan dag ...

Maddý (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Heidi mín, tel það líka vera þannig.

Rétt hjá þér Ingi var búin að gleyma þeirri frétt, en er þetta virkilega svona yfirhöfuð?

Maddy mín auðvitað virðum við greind hvers og eins og við erum öll jöfn.
Að sjálfsögðu hefur þetta ekkert með greind að gera í raun og veru.
ÉG bendi þér á skrif mín, Fólk sem var öðruvísi að mati annarra.
Þá kemstu að því að ég er ekki að vanvirða greind fólks yfirhöfuð.
Takk fyrir mig og eigið góðan dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

já heldur þú það Ingi? nei  þeir sem eiga peninga fara ekki á útsölur.
      Skal segja þér sögu, fyrir margt löngu síðan þekkti ég eldri konu
      sem var afar vel stæð, um það hvort hún fór á útsölur eður ei
      skal ég ekki segja, en hún var með háaloft svo fullt af matvörum
      t.d. dósamat, kexi, sælgæti og bara nefndu það.
      Á endanum varð að henda öllu saman því það var orðið ónýt.
      Þetta var eins og Heidi sagði: " Græðgi".
      Þegar ég var að alast upp, fengu þeir sem voru ríkir forgang
      í verslanir bæjarins (sem ekki voru margar) til að versla það sem
      þeir vildu áður en opnað var fyrir almenning. Svona var þetta
      Ingi minn kæri, ég veit , því ég var ein af þeim sem fékk að
      koma  með mínum foreldrum, hélt ég lengi vel að þetta væri bara       eðlilegt. Nei þeir sem eru virkilega ríkir fara ekki á útsölur.
     

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2007 kl. 19:17

5 Smámynd: Heidi Strand

Ég var mjög hissa þegar fólk stóð í röðum fyrir framan leikfangabúðina í storminum um daginn og margir voru með börn með sér, líklega vegna þess að skólar voru lokaðir vegna veðurs.

Heidi Strand, 28.12.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Var líka hissa  held að fólk sé ekki alveg að stjórna gangi mála.
Löngu komin tími til að bremsa niður vitleysuna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.