Jólagjafir Landsbankans.

Ekki er ég nú að setja út á að Landsbankinn sé að gefa jólagjafir,
en eru ráðherrar Íslands í vinnu hjá  bankanum?
Taldi þá vera í vinnu hjá okkur, þegnum landsins, kannski er það misskilningur.
Jóhanna telur það útilokað að  ráðherrar láti það hafa áhrif á ákvarðanatöku sína.
Hélt að Jóhanna væri búin að setja nægilega lengi á þingi, til að vita betur.
Sumum þarf ekki einu sinni að gefa vínflöskur, eða nokkurn skapaðan hlut.
Þeir láta undan þrýstingi í von um að fá að sleikja rjómafroðuna síðar.
Þetta kallaðist í mínu uppeldi, undirlægja, engin þolir undirlægjuhátt,
enda komast þeir aldrei neitt sem viðhafa hann.

Fyrir margt löngu síðan, er ég var  yngri, tók ég þátt í því
að pakka inn vínflöskum sem áttu að fara til mektarmanna bæjarins.
Þegar ég spurði af hverju væri verið að gefa þetta út og suður?
Var svarið: ,, það þarf að hafa suma góða, eða þetta tíðkast nú bara.
Á mínu máli voru þetta hreinar mútur.
Bara mín skoðun.                 
                                          Góðar stundir


mbl.is Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála, til hvers að senda ráðherrum vín, væri nær að lækka FIT kostnaðinn fyrir almenning eða lækka þjónustugjöld, "en suma þarf sjálfsagt að hafa góða " 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Ásdís mín, en hvað er FIT kostnaður?
er kannski alltaf að borga hann án þess að vita það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt Hallgerður, en mér finnst það ekki sanngjarnt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Heidi Strand

Sammála hvert einasta orð!

Heidi Strand, 29.12.2007 kl. 16:14

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

gott hjá þér Heidi. verða að gerast.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband