Vona að ráðherra friði þessi hús.
9.1.2008 | 09:09
Það er kominn tími á friðun þessara húsa.
Gera þau upp svo vel fari og sé til sóma fyrir okkur Íslendinga.
Það er algjörlega óhugsandi að þarna rísi glerhöll sem mun stinga í augu
allra sem framhjá fara.
Útlendingar myndu spyrja, hverjum datt nú í hug að staðsetja
þessa glerbyggingu hér, passar ekki inn í umhverfið.
Það vantar peninga í allt mögulegt sem er afar nauðsynlegt,
og ætla ég ekki að fara að telja það upp hér,
en eitt ætla ég að leifa mér að segja:
,,það eru ætíð til peningar í það sem þeir ætla sér".
Haldin eru námskeið til að kenna þegnunum að spara peninga,
eru ekki líka til námskeið til að kenna forgangsröðun?
Það ætti að senda ráðamenn þjóðarinnar á eitt slíkt.
Ég tel að öllum þyki vænt um þessi hús sem og önnur gömul hús.
Þarna gerir gróðamaskínan kröfur og ráðamenn segja já og amen.
Góðar stundir.
![]() |
Ráðherra friði Laugavegshús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einstaklingar eiga þessi hús og vilja þau burt af lóðunum svo þeir geti byggt hótel þar... Ef kofarnir verða friðaðir þá komum við borgarbrúar til með að borga...Milljónir í skaðabætur til eigenda lóðanna!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 09:19
Guðrún Magnea mín kæra við höfum nú eitt peningum í annað eins,
þetta er að sjálfsögðu allt of langt gengið og þess vegna kostar þetta.
Kennir okkur kannski að vera betur á varðbergi næst.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2008 kl. 11:19
Takk fyrir góða grein Guðrún Emelía. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 14:04
Ó, ég meinti: Emilía!
Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 14:31
Takk fyrir innlitið Hlynur Hallsson.

Eins gott mér er afar annt um að nafnið mitt sé rétt ritað
Bestu kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.