Fyrir svefninn,

Sölvi Helgason orti þessar vísur um sjálfan sig:

                                Heitir Sölvi herra sá
                                Helgason sem ritin tjá,
                                Guðmundsen, þess geta má.
                                gáfaðastur jörðu á.

                                Sölva fann ég frábæran,
                                forspáan og lögvitran,
                                speking þann og menntamann,
                                margfróðan um hnött allan.

 

Þegar Sölvi var fangi á Kóngsbakka hjá Narfa hreppstjóra,
kvað hann  þetta við hann:

                                             Upp úr hlandi signdi sig
                                             signor í standi, taktu eftir:
                                             Skálda andi í mér er,
                                             en ekki grand af viti í þér.       

                                                       Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Dásamlegur Sölvi Helgason, takk fyrir mig elsku Milla frænka og hafðu það yndislegt um helgina.

 Ég ætla í menningarstúss og fl. vonandi skemmtilegt. Vona að ég fái góða INSIRATION, veturinn er mér oft erfiður. Allt sem ég sá í dag, þegar ég gekk um nágrennið var flugeldarusl allstaðar. Svona byrjaði heilsueflingin. Næst fer ég ótrauð áfram og geng með bundið fyrir augun, já, blindgöngu, það ætti ekki að pirra mig  

Góða nótt Milla mín og bjóttu bara draugunum sem þú sérð ekki, uppí! Ps. sniðugt hjá Ásdísi að koma með krabba núna, mig langar svo í LOBSTER í matinn. 

Eva Benjamínsdóttir, 12.1.2008 kl. 01:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eva mín þú verður bara að horfa yfir draslið,
svo verður það horfið áður en þú veist af.
Uss, Eva mín ég hef nú engilinn, þarf ekki að bjóða neinum uppí,
en é sagði við einn í gær að ef honum langaði svona í kaffi þá mætti hann fá sér, hann skvetti nefnilega upp úr bollanum mínum,
það var algjör óþarfi, finnst þér það ekki?
                    Hafðu það gott í dag og njóttu þeirra
                    menningar sem þú ert að fara að sjá.
                                Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband