Það vantar ekki Hótel.

Og alls ekki á þessa lóð, það mætti koma fyrir neðan Hverfisgötu
eða á þann stað sem það mundi sóma sér vel.
Hótel á lóðina 4-6 er fásinna, það mundi ekki selja neitt,
nema fyrir þann sem á það. (Kannski)
Umhverfið yrði óskipulagt og þrautleiðinlegt.
Það þarf að skipuleggja þetta svæði í heild sinni og byggja upp
gamlan og aðlaðandi bæjarkjarna með góðum kaffihúsum og
gamaldags krambúðum, allir vilja það líka við heimamenn.

Það var stór hópur af ferðamönnum sem ég hafði tal af í fyrra,
spurði þau: ,, nær þau ætluðu suður til Reykjavíkur".
Þau ætluðu nú í upphafi daginn eftir, en voru hætt við,
það var eiginlega ekkert áhugavert við Reykjavík.
þau höfðu aðeins skoðað sig um áður en þau komu norður.
það var svo margt hér sem hægt var að skoða.

Til hvess förum við til útlanda?
Jú til að skoða gömul hús fara í krambúðir, markaði, labba um þröngar götur
til að skoða allt mögulegt og kaupa. við elskum þetta.

Við verðum að fara að hugsa af víðsýni og gera okkur grein fyrir
því að við verðum að hætta að hugsa í steinsteypu, stáli og gleri.
Ef við gerum það ekki þá erum við að byggja upp dauðvona borg.
                                    Góðar stundir.


mbl.is „Vantar ekki hótel við Laugaveg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem ég velti mest fyrir mér við þessa staðsettningu á hóteli er hvar í ósköpunum á að leggja rútum og öðrum bílum sem annast akstur ferðamanna,ég hef td ekki áhuga á að reyna að koma 40 manna bíl á þennann stað.

Það má að auki benda á hótelið við Hverfisg Ingólfsstr,einnig 

Eimskipafélagshúsið,Hótel Plasa,hótelið á horni Klapparstígs og Hverfisg 

Annað hótel á Laugarveginum ofan við 22,á öllum þessum hótelum er illmögulegt og jafnvel útilokað að koma rútum að til að sækja og skila af sér farþegum,er ekkert hugsað 

út í þessi mál. 

Laugi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú ýmislegt sem vantar upp á hugsun í þessu máli
sem og öðrum, þar sem peninga-græðgin ræður ríkjum.
það gleymist að huga að skipulaginu í heild sinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband