Fyrir svefninn.
19.1.2008 | 21:19
Fjórir Sauðkræklingar fóru fyrir nokkrum árum í afmælisveislu
yfir í Hjaltadal, og var Stefán Vagnsson einn af þeim.
Á leiðinni hittu þeir verkstjóra, sem var þar við vegagerð.
Hann bauð þeim að koma við hjá sér,
er þeir færu um á heimleið, og hétu þeir góðu um það,
enda ekki í kot vísað.
En hverju sem um var að kenna, varð þó ekki af því,
að þeir heisæktu hann á heimleið.
Stuttu síðar hitti verkstjórinn Stefán Vagnsson og spurði,
af hverju þeir hefðu ekki komið við hjá sér,
hann hefði verið vel undir það búinn að taka á móti þeim.
,,Við sáum ekki jeppann þinn", sagði Stefán, ,,og héldum
að þú værir ekki heima". ,, Það þykir mér skrýtið, ef þið hafið ekki séð
bílinn. Hann stóð undir skúrnum rétt við veginn", sagði verkstjórinn.
,,En blessaður vertu!"sagði Stefán. ,,Við sáum skúrinn ekki heldur".
Vel að verið.
Fæddi barn í föðurranni
fimmtán ára sprund.
Fjórtán dögum síðar svanni
sótti skemmtifund.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Góða nótt.
Athugasemdir
Menn hafa verið léttir á því !! hik
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 22:14
Nú er ég léttur... takk Milla mín, alltaf jafn gott að bjóða þér:
Góða nóttkv. eva frænka
Eva Benjamínsdóttir, 20.1.2008 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.