Barnaverndarnefnd lokaði hana inni á Unglingaheimili ríkisins.

Stúlkan sem um ræðir hafa allir heyrt um,
en  ég er að lesa viðtal við hana fyrst núna.
Hún var misnotuð á heimili sínu af manni sem bjó þar,
hún segir móður sinni frá og fær strax aðstoð í Hveragerði
þar sem þau bjuggu og í gegnum Stígamót og sálfræði hjálp.
þau fluttu síðan til Mosfellsbæjar.
Stúlkan þurfti að leita til læknis vegna þrálátra þvagfærasýkingar,
læknirinn tilkynnir barnaverndarnefnd að honum gruni að stúlkan
sé ennþá beitt kynferðislegu ofbeldi.
Hún neitar því alfarið trekk í trekk. Ekki trúað.
Komið fyrir á Unglingaheimili ríkisins við Efstasund.
Þar eru henni eldri börn hún var bara 12 ára.
hún mátti hitta foreldra sína einu sinni í viku, klukkustund í einu,
ef að annað foreldrið kom þá bara 30 mínútur.
Hún hafði ekkert gert af sér, hafði bara verið misnotuð.

Leitaði sér hjálpar en var refsað af yfirvöldum.
Hlaut illa meðferð á Unglingaheimili ríkisins.
Sú eina sem hefur unnið mál gegn barnaverndarnefnd
Fólk sem bar ábyrgð á meðferðinni vinnur enn að málefnum barna
.

Ekki veit ég hverjir voru þarna að verki, trúlega blanda af faglærðu fólki
og ófaglærðu. Veit fólk ekki að aldrei ber að koma svona fram við börn.
Maður vistar ekki börn á upptökuheimilum, þeim á að koma fyrir á
venjulegu heimili, þar sem er kærleikur og skilningur og að börnum sé trúað.
Við vorum að tala um það hér um daginn að þau væru örugglega til mörg
Breiðavíkurheimili nútímans. þetta hefur verið eitt af því.
Það eru 15 ár síðan þetta gerðist.
Við skulum vona að þessi mál hafi eitthvað breyst,
hef grun um að það vanti eitthvað þar uppá.
En þetta er eins og með svo margt annað, við þurfum að hreyfa við,
og láta vita að við séum að fylgjast með.
Það vantar að talað sé við börnin okkar á jafningja grundvelli.
Við erum eftirlitið með okkar eigin og annarra.

                               Góðar stundir.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg hræðilegt að lesa þetta Milla mín, alveg hræðilegt, og svona fólk á að missa vinnuna um leið og upp kemst. Hvað er eiginlega að í okkar litla samfélagi, að geta ekki tekist á við svona mál, þegar þau koma upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Alltaf jafn sorglegt að heyra um svona hluti, og undarlegt að fólkið sem að ekki er hæft um að sjá um svona mál séu ennþá í sömu stöðum. Ég er búin að sjá Breiðuvikur myndina, og er að vona að sú mynd hristi upp í þessum málum.

Heiður Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Því miður stelpur mínar þá held ég að Breiðavíkurmál verði alltaf til,
en vonandi í smærri mynd en þau mál sem voru í gangi á þeim tíma.
Ásthildur mín, það sem er að,
það vantar kærleika, virðingu, trúnað og jafnrétti í svo margt fólk,
og alveg eins í þá sem vinna í félags og barnaverndarmálum.
Ef fólk gæti bara komið niður á jörðina og hætta að setja sig á háan hest, þá mundi þetta mikið breytast.
Heidi Helga, Breiðavíkurmyndin hún er nú þegar búin að gera gagn
bæði fyrir þá sem voru þarna,
og að það er orðið sýnilegt samfélaginu hvað gerðist, og hefur alltaf verið að gerast.
það eru svo margir sem hafa verið yfir verndaðir
og hafa bara ekkert vitað um nein svona mál og það þarf að
breyta því.         Takk fyrir innlitin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Já það er margt sem viðgengst í okkar litla þjóðfélagi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Því miður Fjóla, en það er svolítið merkilegt vegna þess að
þjóðfélagið er svo lítið, þess vegna þurfum við að vakna  vakna upp
og vera á vaktinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 16:51

6 identicon

Já Milla, ömurlegt mál og það ótrúlega er að forstöðumaður heimilisins laug til um að börnin væru bundin á höndum og fótum þegar þau voru óþekk. Hún fékk ekki að hitta lækni fyrr en eftir rúmar 2 vikur þegar hún var þar og var að kálast úr þvagfærasýkingu, henni var ekki trúað þegar hún sagðist vera með blöðrubólgu. Fékk að fara 1 klst á dag út fyrir hússins dyr. Ef hún grét á eftir foreldrum sínum þá var henni hótað því að ef hún gerði það þá fengi hún ekki að hitta þá og það er hægt að telja upp meira, en þetta er ömurlegt mál.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 17:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga mín ég las þessa grein og trúi hverju orði.
Guði sé lof fyrir að hún hefur náð sér þó þetta,
en það er aldrei gægt að gleyma svona hrikalegu ofbeldi
og vanvirðingu.
Þetta er það ömurlegasta sem ég veit og ég get orðið arfavitlaus
er börn eru beitt órétti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.