Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Fyrir svefninn.
6.2.2008 | 20:06
Jóhanna Benónýsdóttir var greindarkerling.
Hún átti heima á Skagaströnd og af þeim kjálka var hún ættuð.
Hún átti stundum í nokkrum útistöðum við náungann,
en fáir áttu hjá henni, er til orðaskipta kom.
Einu sinni þurfti Jóhanna að fá lán, en það kom ekki oft fyrir,
því að hún var fyrirhyggjusöm í fjármálum.
Henni þótti einsætt að leit um lán þetta til
kaupfélagsstjórans, því að jafnan var hún dyggur
fylgismaður framsóknarflokksins.
Hún gekk nú á fund Kaupfélagsstjóra,
en fékk neitun hjá honum,
og settist hann við skrifborð sitt og sneri sér að fyrri störfum.
Jóhanna gamla fékk sér þá stól, sest á hann og segir:
,, Hugsa þú, Gunnar! Ég get beðið."
Hún fékk lánið.
Sigurbjörn datt eitt sinn ofan í dý eða pitt,
er hann gekk um freðna mýri.
Á eftir kvað hann:
Fléttað haft mér fannst um sinn
fjörs á krafti mínum.
Undir gapti andskotinn
eiturkjafti sínum.
Góða nótt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
Athugasemdir
Takk fyrir þetta og góða nótt til þín líka.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 20:13
Góða nótt Milla ..
Annars verð ég bara að hrósa þér dyggilega, þar sem þú kannt greinilega heilmargt á tölvu, þar sem ég er að kenna mömmu minni hvernig á að opna Word skjal!!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.2.2008 kl. 20:32
Hallgerður mín kæra ég er nú heldur ekki alveg farinn í rúmið
og ég leifi þér að vaka líka.
Ásdís mín takk sömuleiðis.
Róslín það er gott að æfa sig í wordinu, svo er bara að hella sér út í þetta, það gerði ég en á eftir margt ólært.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:38
Hún Jóhanna Benónýsdóttir var greinilega hörkukelling, ég vildi að ég væri svona
Ekki er ég farin strax að sofa, fæ nefnilega að sofa út þar sem dætur eru komnar í vetrarfrí!
Huld S. Ringsted, 6.2.2008 kl. 20:47
Ekki látið kall segja sér að það gengi ekki blessunin...fer fljótlega að sofa, þarf snemma á fætur sko
Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 21:02
Úff, ég er alveg búin eftir daginn; matinn, hjartahjólið, matinn, göngutúrinn, fyrrlesturin og matinn. Hef þyngst um 2 kíló á 3 dögum. Hlakka til að sofna snemma og vakna í matinn.
Hafðu það yndislegt Milla mín og góða nótt kv. eva frænka
Eva Benjamínsdóttir, 6.2.2008 kl. 21:13
Huld já hún Jóhanna var hörkukona, eins og þær voru margar hér áður og fyrr, annaðhvort voru þær skörungskonur eða algjörar undirlægjur,
og þú ert sko engin undirlæja mín kæra,
þú ert alveg að standa með þínu og meira en það.
Ragga mín takk fyrir að vera komin aftur, það er yndislegt að sjá þig
og lesa.
Eva mín er maturinn svona góður þarna, þegar ég var þarna var hann ekki góður, morgunmaturinn var finn, en annað var voða mikið unnar kjötvörur og pakkasúpur, borða ekki pakkasúpur.
En það er nóg að gera allan daginn.
hafðu það gott Eva mín og njóttu vel.
Þín frænka Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 07:03
Milla frænkan mín góða, hér er allt gott og engar unnar matvörur í boði, jafnvel betra en var í Hveragerði fyrir 12 árum en það getur nú hafa breist þar. Fæ mjög nauman tíma til að líta á bloggið, hér er eitt borð og margir sem þurfa að komast að. Búin að fatta að bloggið er fíkn. Ég verð að taka þetta einsog sígaretturnar, drepa í. Nei annars, þetta er stórkostlegt og mikið er ég þakklát fyrir að vera hér og endurnærast á sál og líkama. Fór í fyrsta skipti í sund í dag eftir mörg ár, það var ólýsanlegt. Nú þarf ég að hendast í slökun. kveðja eva
Eva Benjamínsdóttir, 7.2.2008 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.