Gengið út í öfgar.

Já öskudagurinn skemmtilegi, genginn út í öfgar.
Það er af sem áður var, þegar maður saumaði
búninga á krakkana sína, og allir voru glaðir.
Ekki ætla ég nú að setja út á það að þeir komi tilbúnir
í búðirnar í dag,
allir eru að vinna svo mikið að það er enginn
tími til að sauma búninga.
Þó veit ég að það er til.
En er þetta ekki gengið út í öfgar?
Að mínu jú, annað hvort er letin allsráðandi og þau eru bara í
svörtum ruslapoka með bundið um sig miðja, og ekki veit ég
eiginlega hvað þau eru að túlka.
Svo eru það  þessir rándýru ógnvaldsbúningar, eða
hnífasett í bakinu, svo er það hengingarólin um hálsinn.
Gætu nú ekki einhverjir óvitar farið að prófa???

Litlu börnin bæta auganu allt hitt upp,
í búningum eins og Óli lokbrá, Pétur Pan, Súpermann
og svo allar prinsessurnar.
Þurfum við ekki að fara að skoða og breyta þessum degi
jafnvel til upprunans.
                                   Góðar stundir.


mbl.is Með hnífasett í bakinu á öskudegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn, hvað segir þú í gemsanum, það er ekki í lagi hvað á eiginlega að gera til að hrista upp í þessum foreldrum nú til dags.
Það gengur aftur og fram af manni.
                             Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 07:09

2 Smámynd: Rúna Vala

Það tíðkaðist nú á níunda áratug síðustu aldar að fara í svörtum ruslapoka á öskudagsskemmtun og var þá meiri áhersla lögð á öskupokana góðu.

Rúna Vala, 7.2.2008 kl. 07:51

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég man eftir öskupokunum, ég saumaði þá nokkra, en ég saumaði líka búninga og fannst það skemmtilegt, 
kannski hafa krakkarnir bara viljað vera í ruslapokum.
                          Takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 09:56

4 identicon

Ef einhver óviti færi að stinga hnífum í bakið á sér, er hann greinilega algjör hálfviti! Það eu viss takmörk fyrir öllu..

atli steinn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Rúna Vala

Atli Steinn:

Óvitar eru kallaðir óvitar því að þeir vita ekki hvað er rétt og hvað er rangt eða hvernig á að hegða sér í samfélaginu. Það er hálfvitaskapur að gera ekki ráð fyrir að óvitar gætu reynt að herma eftir því sem þeir sjá.

Rúna Vala, 7.2.2008 kl. 10:53

6 identicon

Þið eruð allt of gamaldags og serstaklega sú sem skrifar þessa frétt, ég meina hvað er að því að litlir strákar fái að leika sér með byssur og eitthvað álíka á öskudaginn, þið eruð bara ennþá liltar prinsessur sem enginn nema þið sjálfar nennið að hlusta á eitthvað svona tátu væl bara þvi miður..

Þórir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:02

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

OMG. Sko óviti mundi að sjálfsögðu ekki stinga hníf í bakið á sjálfum sér
heldur öðrum, já takmörk fyrir öllu, vita þeir takmörkin?

Takk fyrir mig Rúna Vala.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Rúna Vala

Þórir:

Ég vinn á frístundaheimili og ég veit fyrir víst að litlir drengir með sverð meiða aðra.

Rúna Vala, 7.2.2008 kl. 11:37

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórir erum við Rúna Vala gamaldags held ekki allavega ekki
míó míó, það sem ég er að segja er akkúrat eins og allt er í dag,
gengið út í öfgar. Punktur basta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 12:39

10 identicon

Ég skil ekki alveg út á hvað þessi bloggfærsla gengur. Er það til að láta foreldra, sem ekki hafa tíma til að sauma búningana, skammast sín eða er það til að gagnrýna þá, sem hafa tíma, að þeir saumuðu ekki búninga "við hæfi". Hvað er einginlega við hæfi, mér finnst allavega ekki við hæfi að vera að setja út á grímubúning hjá barni, sem þú þekkir ekki, og var greinilega mjög ánægður með sig. Mér persónulega finnst þetta mjög flottur búningur.

Íris Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:38

11 identicon

Mikið óttalega er þetta mikið væl í ykkur...

ping pong (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 16:29

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú getur nú túlkað þessa bloggfærslu að vild, ekki mun ég breyta þinni túlkun og eigi síður skoðun
Íris bloggfærslur ganga yfirleitt út á skoðun fólks,
fólk hefur misjafnar skoðanir og ber að virða þær
Þú ert búin að segja þína skoðun á þessum eina búning
og virði ég hana.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 16:29

13 identicon

Mér finnst ekkert yndislegra enn að sjá á öskudeginum hvað blessuð börnin eru hugmynda rík,  mér finnst ekkert athugavert við þó einhvert barn gangi um með hnífasett í bakinu og er merkt Framsókn, þetta kalla ég bara að nota höfuðið,  mér líkar ekki þessir keyptu búningar, það sínir mér að foreldrar gefa sér ekki nógu mikinn tíma til að sinna þessu með börnunum,  hvar er vinnugleðin fram eftir kvöldunum nokkrum vikum firir öskudagin til að gera búning handa ungviði sínu?  þetta er yndislegasti dagur ársins að mínu mati.

Sigurður Jón Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:15

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hr, Ping Pong, það getur bara hreinlega ekki verið að þér
finnist það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 18:57

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að heyra þína skoðun, mín skoðun er að það er ekkert að því að kaupa búninga ef fólk vill, eða réttara sagt krakkarnir því það eru þau sem ráða.
Svo finnst mér þetta nú ekki yndislegasti dagur ársins.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 19:01

16 Smámynd: Skaz

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað það er sem er að angra ykkur varðandi þennan búning.

Mér finnst þetta vera snilld að krakkar skuli vera svona hugmyndaríkir. Miðað við það að ég er frá höfuðstað Norðurlands og þaðan sem þessi siður hefur verið hvað sterkastur þá verð ég að segja að hugmyndaríki með búninga er af hinu góða. Maður sér alltaf sömu gömlu búningana ár eftir ár.

Og hvernig var þetta eitthvað öðruvísi hér í denn? um '90 voru búningar meira saumaðir heima vissulega en það var meira efnahagnum hér á landi að kenna. Öskupokar voru ekki mjög algengir þá heldur.... 

Skaz, 7.2.2008 kl. 19:26

17 Smámynd: Skaz

Og við getum ekki þvingað fólk til þess að breyta dag sem er bara hefð, eða eigum við að fara aftur í skömmtunarárin? Hversu langt aftur erum við að tala um?

Skaz, 7.2.2008 kl. 19:29

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

En ég skil ekki hvað allir eru bara að tala um þennan búning ég nefni nú fleiri. það er engin að tala um þvingun,
en það er allt í lagi að mínu mati, nota bene!!! og minni skoðun að
breyta þessu aðeins, þetta er gengið út í öfgar,
það er lítil skemmtun við þetta lengur, snýst bara um að syngja eitt
lag og fá sælgæti.
Á sumum stöðum eins og á Akureyri er gleði í kringum þennan dag,
en sum staðar er bara grátur er líða tekur á daginn.
Hvað ert þú eiginlega gamall? Um 90. voru komnir búningar í búðirnar og allt vel með það. búningar saumaðir heima vegna efnahags
á landinu, nei nei, 
ég man nú ekki hvenær mín elsta  fékk fyrsta grímub. trúlega 1966 þá heimasaumaðan vegna þess að þeir fengust ekki í búð, og líka vann ég ekki úti og hafði tíma til að gera þetta.
en ekki fyrir peningaleysi.
En mig minnir að það hafi komið búningar í búðir um 1970 ca.
Þessir búningar sem ég nefn, eru til þess að ýta undir hjá vissum aldri að prófa þetta, og það getur verið hættulegt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2008 kl. 20:01

19 identicon

ja hérna....Mikið hrikalega er þetta mikið væl í ykkur...

Ping pong (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband