Fyrir svefninn.

Glaðvær og gamansamur bóndi reið fram hjá
vegagerðarmönnum.
Heitt var í veðri, og höfðust vegagerðarmenn lítt að.
Bóndi stöðvar hest sinn og segir:
,,Það er heitt á letingjum í dag."
Einn af vegagerðarmönnum svaraði samstundis:
,, það er nú heitt á okkur hinum líka."

 
Kvenmannsherfa.


                   Setur hún upp svarta skó
                   samt ég Möngu hræðist.
                   Hún er djöfuls herfa þó,
                   hverju sem hún klæðist.

                                    Eignuð Páli Ólafssyni.


Skólafargan.

                   Skólum fjölgar, skrumið vex,
                   skuldakröfur hljóma.
                   Flestir geta fengið sex
                   fyrir heimsku tóma.

                                        Góða nótt.Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég útskrifaðist úr Landspróf í Gaggó heima á Húsavík, það fleytti mér langt og dugar enn.  Kær kvejða á þig og Húsvík,

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband