Fyrir svefninn.

Æfisaga.

       Við söguna af Þorláki hugur mér hrýs:
       Hann var af guðsvegum snúinn.
       Hann eignaðist börn, eins og mýs eiga mýs,
       um meðlag var hreppurinn knúinn.
       Svo drakk hann sig fullan og datt o'n um ís
       og drukknaði.--- Sagan er búin.

Kári Sólmundarson ljóðaði þannig á Gísla Ólafsson
frá Eiríksstöðum:

      Gísli af öllum ættum hló,
      hrósið svanna fær 'ann.
      Út á lífsins unaðssjó
      alla daga rær 'ann.

Gísli svaraði:

      Hefur Kári á honum lag,
      --kærleiksþráin brennir,--
      bæði nótt og nýtan dag
      Nautnafæri rennir.

                          Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Er það ekki ævisaga?
Góða nótt Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er snilld eins og alltaf.  GN gullið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú þetta er ævisaga Róslín mín.
Takk Ásdís mín.
                      Knús á ykkur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband