Á brunaútsölu.Það má ekki gerast.

Jón Ásgeir Jóhannesson telur að FL Group
hefði farið á brunaútsölu, hefði ekkert verið að gert,
það er örugglega alveg rétt hjá honum,
og ekki í fyrsta skipti sem þetta félag sem búið er
að heita nokkrum nöfnum, hefur þurft aðstoð
alveg frá því að það hét Loftleiðir, og barðist í
bökkum til að halda sínu.
Þá voru málin erfið, en allir unnu saman að því að gera
sem best þeir máttu fyrir óskabarnið sitt.

Það er það að mínu mati sem vantar í dag,
samvinnu, heiðarleika og að allir vinni vinnuna sína
eins og best verður á kosið, og séu að vinna að sínum
hagsmunum, því það er það sem þarf að gera,
annars er ekkert fyrirtæki til að vinna við.


Eitt er afar mikilvægt, það þarf að senda flesta
starfsmenn þessa félags á námskeið í samvinnu
og mannlegri framkomu.
Eftir því sem er betur komið fram við þig,
því vænna þykir þér um félagið.

Ég treysti Jóni Ásgeir fullkomlega til að snúa þessu dæmi við
hann veit hvað þarf til.
                      Gangi honum og hans starfsfólki vel.
                                   Góðar stundir.


mbl.is Eignir FL Group á brunaútsölu ef ekki hefði verið gripið inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband