Aðgerðir strax.

Ekki að draga það neitt að afgreiða þetta mál
er búið að vera nógu erfitt líf fyrir fólkið sem var
þarna, og það er nauðsynlegt að hjálpa því fólki
sem ekki hefur getað unnið úr sínum málum.
kannski geta einhverjir af þeim sem verst urðu úti
átt góð ár eftir, ef það er hægt að hjálpa þeim til að skilja
að ekkert af þessu var þeim að kenna.
Guð veri með þeim öllum.

Rétt er það að Breiðavíkurmálið má ekki endurtaka sig,
ekki á neinn handa máta,
við verðum öll að vera á varðbergi.
Hjálpumst að, við að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Þörfin er allstaðar.
                                  Góðar stundir.


mbl.is Áframhald Breiðavíkurmálsins í höndum yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég las á vísi áðan viðtal við Geir H Haarde og hann talar þar um að það eigi að skoða öll núverandi heimili. Það gladdi mig mikið. Þau eru ekki öll í lagi held ég.

Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 14:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það gladdi mig en það er líka skilda þeirra að gera það, þeir bera ábyrgðina og eiga að hafa þessi mál í lagi.
Ég hjó eftir því einnig að það eigi að mennta betur þá sem sjá um þessi mál, er komin tími til, og að mínu mati ætti fyrst að kenna fólki mannasiði og kærleika, það er það sem þarf í svona málum.
Vonandi verða þeir ekki mjög lengi að ákveða hvað á að gera í öllum þessum málum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er nú mikið rétt Einar minn kæri, vítisvist hefur það verið.
                                   Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Heidi Strand

Mörg eyðilögð líf og slæm lífsgæði hjá mörgum.
Í Noregi voru stofnunarbörn frá snemma á 6. áratug og til 9. áratuginn greiddar bætur frá sveitarfélögin þaðan sem börnin voru sent.

Heidi Strand, 22.2.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband