Var að rifja upp svona ýmislegt.


þegar ég byrjaði að búa árið 1961, fluttist ég fljótlega út á land,
Þá sigldu strandferðaskipin hringinn í kringum landið okkar,
sumstaðar voru ekki hafnir nógu stórar til að taka þau upp að,
þannig að flytja þurfti allt með bátum í land.

Eitt að því sem var afar bagalegt fyrir borgarpíu eins og mig,
það var ekkert bakarí á staðnum ,Errm
og yfirleitt er brauðin komu með skipinu voru þau mygluð,Sick
það var ekki um annað að gera en að baka brauð,
og það gerði maður, ásamt því að baka kökur,
og oft á tíðum vandræði, en alltaf bjargaðist þetta
þangað til maður var orðin útskrifaður í þeirri grein.
Hafði líka haft besta kennara í heimi sem var mamma mín.Heart

Þarna var ég með Dóru mína litla, og þetta var þroskandi tími
fyrir mig. Ég lærði að það var til Gróa á leiti, og gat hún verið
baneitruð, ég lærði líka fljótt og vel að hunsa hana Gróu.Cool

Var þetta góður tími, það var farið á skíði og skauta
yfir veturinn, Ekki hreyfði maður bíl,
því þarna var ekki  neitt um það að ryðja vegi og maður fór á skíðum
niður í kaupfélag, gaman gaman.
á sumrin var synt í vötnum og ám, og farið í skemmtiferðir út um allt.
Lærdómsríkt í alla staði.

þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær er ég var að kaupa í
brauðbaksturinn.
Líka það að fólk er síkvartandi um alla skapaða hluti
þú getur komist í búð, alla daga, og kemst allra þinna ferða,
því það er búið að ryðja alla vegi um leið og þú vaknar.
og núna ilmar húsið hjá mér af brauðangann á morgun verður
það rúgbrauðið, síðan set ég í frystiskápinn og á alltaf
til brauð.
Þetta var smá upprifjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vorum eimitt að fá okkur capitínó með ávaxtabrauði og smjöri
það er æði

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Heidi Strand

Það var gaman að lesa upprifjunina þín Milla.Við erum svo fljótar að gleyma. Smá hindranir gerir manni bara gott.
Heimabakað brauð er best. Ég bakaði brauð í mörg ár á meðan drengirnir mínir voru að alast upp. Það er fljótara að baka en að fara út í bakari, hanga í biðröð og svo er það líka miklu ódýrara að baka brauðin sjálf.

Heidi Strand, 27.2.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er sko best, ég er alin upp við heimabakað brauð,
allskonar gerðir af rúgbrauði og öðrum brauðum, og allt kaffi brauð var líka bakað heima.
Ég bakaði líka allt í mínum búskap

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 17:37

4 identicon

hjemmelaget brauð er best,,,,,, gef ekki fimm krónur fyrir hin brauðin

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg upprifjun elsku Milla, það er samt örugglega nokkuð góður fílingur að búa á Víkinni minni, pínu sveitó ennþá sem betur fer. Vildi að ég væri komin í kaffi og heimabakað ummmmmmm

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 18:33

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Umm heimabakað brauð.  Ég bakaði líka hér fyrstu árin þegar lítið var til hér nema gömul pulsubrauð eða súrbrauð en nú fer ekki mikið fyrir brauðbakstri á heimilinu.  Kanski maður ætti að taka þetta upp aftur?  Ætla að spá í það í alvöru.

Ía Jóhannsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Rosalega hefur Ísland breyst frá þessum tíma, ótrúlegt hreint. Væri alls ekki til í að fá gamalt myglað brauð, en maður hefðu getað bjargað sér.
Kvitt til að láta vita af mér hér.

Knús á þig Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 19:58

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga mín enda þarftu að borga gott betur en 5 kr.
Ég hef nú ekki bakað lengi, vegna heilsubrests, en ég var að kaupa mér rúgbrauð  sem oftar bæli aldrei í því hvað þetta kostar, en rek augun í 240.kr. Jerímías nei nú fer ég að baka.
fyrir utan hvað þetta er gott.

Ásdís mín þú værir svo hjartanlega velkominn í kaffi, enda vona ég að þið komið við er þið komið norður.

Ía mín þú ættir að gera það þau eru miklu betri

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 20:25

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já landið okkar hefur breyst afar mikið Róslín mín kæra,
ert þú að fara á þorrablótið um helgina?
                       Knús Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 20:29

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þetta var frábær tími og þroskandi, en mundi ekki vilja fara aftur á bak, en margt gætum við lært af þessum tíma.
Það er rétt að áreitið er orðið gríðarlegt og ég spyr mig stundum hvernig endar þetta.

Á þessum tíma var til dæmis haldin böll það voru hattaböll,
körfuböll, tunnuböll og ég veit ekki hvað.
það voru leikin leikrit sett upp stórverk eins og maður og kona,
það var bara allt svo gaman og allir hjálpuðumst að ef eitthvað var
og ég gæti farið miklu nánar út í þessa sálma en er hætt í bili.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 20:45

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mig langar að skjóta inní, hvað eru hattaböll, körfuböll og tunnuböll?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:46

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta voru svona ekta dansleikir með hljómsveit og alles.
Körfuball var þegar við konurnar settum góðgæti til matar, í körfu síðan voru körfurnar settar upp á svið, engin vissi hver átti hvaða körfu, síðan buðu karlarnir í körfurnar, sá sem bauð hæðst fékk að borða með þeirri konu sem átti körfuna og dansa við hana fyrsta dansinn. hatta böll voru þannig að allir komu með hatta og urðu að bera þá allt kvöldið. Tunnuböll, þá voru settar síldartunnur í staðin fyrir borð og voru þau meira í kúrekkastíl, þetta var sko fjör stelpa mín. Flott á þér hárið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 20:59

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Maður gæti reynt að koma eitthvað af þessu aftur í sviðsljósið, ég væri alveg til í það allavega. Alltaf hægt að prófa eitthvað gamalt nýtt..
Já og þakka þér fyrir .

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:07

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín ég skora á þig að fá vini þína í lið með þér og halda svona böll,
eruð þið ekki að safna fyrir einhverju? Skólaferðalagi eða einhverju
góð fjáröflun, allir vinna sjálfboðavinnu mömmur og pabbar gefa matinn og ágóði rennur til ???.
Gleymdi að segja áðan að ágóðinn af böllunum hjá okkur rann til góðra mála, man bara ekki hverra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 21:23

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Erum að safna fyrir ferð til Lauga í Sælingsdal jú, en höfum safnað nóg..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:26

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtileg upprifjun.....og ég væri sko mikið til í sneið með þér.

Ég minnist þess að á Ísafirði fyrir voða voða löngu að ég fór með frændum mínum í Félags að kaupa mjólk og brauð fyrir ömmu og fórum við á skíðasleða.

Solla Guðjóns, 27.2.2008 kl. 22:59

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Solla ef það var snjór að ráði á Ísó þá var best að vera á sleða,
ég bjó í sundstrætinu og snjórinn náði svo langt upp á féló að maður gekk bara beint inn í bakaríið.
Þú kemur bara í kaffi er þú átt leið norður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2008 kl. 06:12

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín þið safnið bara fyrir einhverju öðru, getið sett í sjóð,
og þið getið líka verið með fjáröflun fyrir fótboltann

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2008 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband