Saga af vanvirðingu við fólk.

Má til að segja ykkur söguna af því þegar ég var yngri.
Fór ég sem selskapsdama til hefðarfrúar einnar,
ferðinni var heitið til London,meiningin var að læra enskuna vel.

Er út var komið og ég búin að koma mér fyrir í mínu
stóra og ágæta herbergi, sýndi frúin mér hvað ég ætti að gera.
Átti ég að búa um rúmið hennar og hugsa um hennar föt og
bursta skóna.
Á morgnana átti ég að færa henni te og ristað kex í rúmið, Sick
og þvílíkt rúm sko það var allt í aldar gömlum knipplingum
og dúlleríi og rúmteppið var að detta í sundur af elli,
engin var maðurinn svo það voru aldrei nein læti í rúminu.Blush
Fyrsta daginn fór hún með mig í matvörubúðirnar,
ég átti líka að versla inn.
Hún kynnti mig fyrir kaupmönnum og lét þá vita að þeir
ættu að koma vel fram við mig.Woundering ég hugsaði í hverju er ég að lenda
eiginlega? "Bíðið við átti eftir að versna", er heim var komið
bættist við að ég átti að hugsa um hundana þrjá, sem ætluðu að éta mig
í margar vikur eftir að ég kom út, en við urðum svo vinir.
Einn ræfillinn var blindur og hinn lítið sá, eða þannig.
Ég er nú hundakona og ég hefði látið aflífa tvo af þeim,
en það mátti ekki frúin var katólsk.Halo

Ástæðan fyrir því að ég átti að gera þessa hluti,
var að vinnukonurnar tvær voru ekki nógu fínar til að sjá um þessa hluti
Þá komum við að þessu með vinnukonurnar og virðingaleysið.
þær mættu á morgnana og beint niður á fyrstu hæð,
þangað kom hún og sagði fyrir verkum,
hún átti það líka til að hringja heim og biðja mig  að segja þeim til.
þær máttu ekki þvælast uppi fyrr en hún var farin á skrifstofuna
hún var faseignasali. Rjúsinan í pylsuendanum var,
ég mátti ekki hafa neitt samband við þær, það sæmdi ekki ungri stúlku eins og mér.
Svona rugli átti ég ekki að venjast, og lá við að ég skellti upp úr trekk í trekk.
en ég átti eftir að komast að því hvernig hún talaði við þær,
eins og þær væru skíturinn undir fótum hennar.
Auðvitað drakk ég alltaf te með þeim á morgnana,
þær voru svo skemmtilegar.Grin

Það sem varð til þess að ég hætti var að Kristín vinkona mín var í
London að taka þátt í Miss Word
og var hún búin að biðja mig um að geyma skautbúninginn að
lokinni keppni, ég var búin að segja frúnni frá þessu,
þegar Kristín kom var ég veik, og frúin tók á móti töskunni,
en bauð ekki Kristínu inn. Ég missti coolið eins og Jenný segir,
að því að hún sagði að ég mætti ekki umgangast svona konur
sem iðkuðu svona störf, það væri ekki viðeigandi.
Hún fékk nokkur vel valin daginn eftir fór ég.
Þetta var eiginlega fyrsta reynsla mín af niðurlægingu af verstu
gerð gagnvart fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Í mínum augum ertu sko með coolið í toppstandi! Mín kona sko, láta ekki skipa sér fyrir verkum og segja sér hverja má umgangast eða ekki..

Svo maður noti orðalag Spaugstofumanna, þá eru vinnukonurnar - konurnar á bakvið tjöldin. Fólkið sem lætur hlutina ganga og sér til að batteríið sé ætíð fullhlaðið. Persónulega myndi ég gera nákvæmlega það sama og þú, njóta samvista við vinnustúlkurnar frekar en þeirrar frá fornöld. Maður fær alltaf smá reiðihroll þegar maður heyrir af svona framkomu eins og hún sýnir sínu starfsfólki.. hún er ekki cool en það ert þú aftur á móti!

Tiger, 6.3.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef aldrei skilið svona ójafnrétti, allt fólk er jafnt, í sama hvaða standi það er, hvort það séu börn, gamalt fólk, unglingar eða fullorðið fólk, sama á við um litarhátt og ég get haldið endalaust áfram..

Vanvirðing er eitt af þeim verstu fyrirbærum, fólk sem lætur svona er ekki skemmtilegt..

Knús á þig Milla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þessi tími hefur verið lærdómsríkur fyrir þig.  En svona var þetta nú líka á landinu okkar góða þegar ég var að alast upp.  Það voru til svona upstairs, downstairs heimili og er þetta ekki að færast í sama horfið núna 2008. 

 Mér sýndist fólk keyra í Óperuna á landinu okkar með bílstjóra og setjast í aftursætið eins og greifar á meðan við hinir, almenningurinn börðumst um í aftakaveðri og komum eins og reytt hænsn á frumsýningu.   

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Svona stéttarskipting finnst mér alltaf frekar hallærisleg en veistu það Milla að svona heimili eru ennþá til í Bretlandi.

Huld S. Ringsted, 6.3.2008 kl. 19:17

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld ég veit að það eru til svona heimili í Bretlandi, það skapast líka af alvinnuleysi, fólk er bara hrætt um að missa vinnuna.

Einar þessi tími var í raun og veru ekki leiðinlegur, þó að það væri ömurlegt að komast að þessu, en er maður átti frí þá hitti maður vini sína og við fórum bæði á menningarlegt og ómenningarlegt.

Ía mín veit ég allt um það og þessi tími var lærdómsríkur fyrir það að ég hafði í mínum uppvexti ekki kynnst þessu, þó svo að það væru
stúlkur á heimili foreldra minna og hjá afa og ömmu, en eins og ég hef svo oft sagt frá, þá gleymdi afi því aldrei að hann hafði verið fátækur maður, og við vorum alin upp í því að allir væru jafnir.

Róslín mín þú unga snót, hreint ætla ég að vona að þú upplifir ekki
Vanvirðingu í þínu lífi, trúi því að þú sért það sterk að þú munir aldrei
láta slíkt yfir þig ganga.
Það er rétt hjá þér allir eru jafnir.

Tiger á mínu heimili voru það mamma, ég og stúlkurnar sem unnu saman að hlutunum, ég var nú ekki gömul þegar ég fór í sláturgerð
með mömmu og Rakel gömlu þessari elsku sem ætíð kom er slátur var gert á haustin, enda ekkert smá tekið af þeim mat, marga munna að metta og mikill gestagangur, við vorum fengin til að læra það sem læra þurfti, aldrei get ég fullþakkað foreldrum mínum það sem þau ljáðu mér út í lífið.
                              Kærleikskveðjur til ykkar allra
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.3.2008 kl. 20:24

6 identicon

Gaman að lesa þessa sögu Milla mín. Mamma sagði mér að amma mín hafði vinnukonur á sínu heimili og hafði verið ströng við þær, s.s. harður húsbóndi sem mér fannst afar merkilegt því þegar hún amma mín var á lífi eftir að ég fæddist, þá man ég aldrei annað en að hún hafi verið sú ljúfasta kella sem maður gat hugsað sér. Þá sagði Mútta að á þeim tímum þá tíðkaðist á meðal vel efnaðra fólks hér á landi þessi stéttarskipting þó hún hafi verið farin að breytast töluvert eftir mína fæðingu, en þá var amma ekki lengur með vinnukonu.

Allavega takk fyrir þessa sögu ljúfust .

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:40

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Magga það var nú líka meinið, að mér skilst, húsbændur voru strangir við hjúin að því að þau voru hjú, en sumir voru bara svona gerðir, eins og gerist enn þá dag í dag, að fólk drottnar yfir öðrum,
að því að það kann ekki betur.
                 Knús á þig Magga mín.
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.3.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband