Fyrir svefninn.
11.3.2008 | 20:10
Guðmundur Kíkir var Skaftfellingur að uppruna.
Hann var kunnur fyrir orðkynngi og talaði kjarnmikið
mál. Einhvern tíman sagði hann svo frá:
,, Einu sinni réðst ég hjá þeim mikla manni, Hákoni
ríka á Stafnesi. Svo þegar róðrar hófust,
þá tók hann grjótharðan leðurbambara, fékk mér og sagði
við einn norðlenskan bolta mikinn: ,, Hjálpaðu manninum", --
og hann gerði það rækilega.
Svo þegar á miðin kom og rennt var færum, dró óvinurinn fyrstur
fisk,-- ég meina Hákon-- lagði hann á bitann og sagði:
þekkir þú þennan, Guðmundur?"-- Kvað ég svo vera,
því hann var einsýnn eins og ég, en sá var munurinn,
að ég var blindur borinn, en fiskurinn hafði orðið blindur að áfalli.
En þegar í land kom, tók ég pjönkur mínar og vildi ekki lengur sitja
undir háðglósum þess meinrætna manns".
Guðmundur Kíkir var sjóhræddur. einu sinni fór hann
Eyrarbakka til Reykjavíkur á opnu skipi.
þegar skipið nálgast reykjanesröst, fer Guðmundur að ókyrrast
og segir: ,, Ég á óvin á leið minni".
,, Hver er það spyr einn hásetinn.
,, Það er Reykjanesröst, sú heljarpussa",
Svaraði Guðmundur.
Guðmundur Kíkir var oft langdvölum hjá Jóni á Ægisíðu.
Jón skrifaði ættartölubækur, en Guðmundur var fróður um ættir,
sérstaklega í Skaftafellssýslu, en þaðan var einn ættliður Jóns.
Einu sinni hafði Guðmundur dvalist mánaðar tíma á Ægisíðu.
þegar hann svo kemur á næsta bæ, segir hann:
,, Ég er orðin hundleiður á karlaumingjanum, honum Jóni.--
Hann er alltaf að spyrja mig".
Góða nótt.
Athugasemdir
Sögustund fyrir svefnin er orðin ómissandi hér takk fyrir Milla mín góða nótt

Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 20:22
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 21:36
Góða nótt.
Heidi Strand, 11.3.2008 kl. 21:46
Bara til að segja góða nótt. Dagsins væntingar voru ekki sem skildi.
en ég lifi þetta af
Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:51
góða nótt elsku Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 23:57
Hæ
leðurbambari ? Ég gat nú ekki farið að sofa fyrr en ég vissi hvað það væri.
.Googlaði og komst að því að þetta væri brók
.Þannig að nú fer ég róleg að sofa í minni mjúku leðurbamböru. Góða nótt Milla mín og takk fyrir mig.
Erna, 12.3.2008 kl. 00:26
Tiger, 12.3.2008 kl. 03:19
Kæru vinir, þeir sem vita ekki hvað leðurbambari er, þá eru það leðurbuxur, grjótharðar hafa þær verið vegna vanhirðu, en bera þarf
á leður einhverja fitu til að það haldist mjúkt.
norðlenski boltinn hefur ekki verið að til verksins er hann tróð ræfils
Guðmundi í bambarann, kannski hann hafi fundið smá til í Lillanum.
Takk yndislegust fyrir innlitin, það hlýjar mér að vita að þið hafið gaman af þessu. Er að drífa mig í þjálfun engillinn búin að setja bílinn í gang fyrir elskuna sína, en í dag er rigning.
Knúsý kveðjur inn í daginn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 07:40
Langbrókin mín kæra, hvað fól næturhúmið í sér sem gaf þér þá ætíð vel þegnu gjöf, " Andvökuna"
Kaffi kveðjur knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.