Fyrir svefninn.
11.3.2008 | 20:10
Guðmundur Kíkir var Skaftfellingur að uppruna.
Hann var kunnur fyrir orðkynngi og talaði kjarnmikið
mál. Einhvern tíman sagði hann svo frá:
,, Einu sinni réðst ég hjá þeim mikla manni, Hákoni
ríka á Stafnesi. Svo þegar róðrar hófust,
þá tók hann grjótharðan leðurbambara, fékk mér og sagði
við einn norðlenskan bolta mikinn: ,, Hjálpaðu manninum", --
og hann gerði það rækilega.
Svo þegar á miðin kom og rennt var færum, dró óvinurinn fyrstur
fisk,-- ég meina Hákon-- lagði hann á bitann og sagði:
þekkir þú þennan, Guðmundur?"-- Kvað ég svo vera,
því hann var einsýnn eins og ég, en sá var munurinn,
að ég var blindur borinn, en fiskurinn hafði orðið blindur að áfalli.
En þegar í land kom, tók ég pjönkur mínar og vildi ekki lengur sitja
undir háðglósum þess meinrætna manns".
Guðmundur Kíkir var sjóhræddur. einu sinni fór hann
Eyrarbakka til Reykjavíkur á opnu skipi.
þegar skipið nálgast reykjanesröst, fer Guðmundur að ókyrrast
og segir: ,, Ég á óvin á leið minni".
,, Hver er það spyr einn hásetinn.
,, Það er Reykjanesröst, sú heljarpussa",
Svaraði Guðmundur.
Guðmundur Kíkir var oft langdvölum hjá Jóni á Ægisíðu.
Jón skrifaði ættartölubækur, en Guðmundur var fróður um ættir,
sérstaklega í Skaftafellssýslu, en þaðan var einn ættliður Jóns.
Einu sinni hafði Guðmundur dvalist mánaðar tíma á Ægisíðu.
þegar hann svo kemur á næsta bæ, segir hann:
,, Ég er orðin hundleiður á karlaumingjanum, honum Jóni.--
Hann er alltaf að spyrja mig".
Góða nótt.
Athugasemdir
Sögustund fyrir svefnin er orðin ómissandi hér takk fyrir Milla mín góða nótt
Brynja skordal, 11.3.2008 kl. 20:22
Góða nótt Milla mín
Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 21:36
Góða nótt.
Heidi Strand, 11.3.2008 kl. 21:46
Bara til að segja góða nótt. Dagsins væntingar voru ekki sem skildi. en ég lifi þetta af
Ía Jóhannsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:51
góða nótt elsku Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 23:57
Hæ leðurbambari ? Ég gat nú ekki farið að sofa fyrr en ég vissi hvað það væri..Googlaði og komst að því að þetta væri brók .Þannig að nú fer ég róleg að sofa í minni mjúku leðurbamböru. Góða nótt Milla mín og takk fyrir mig.
Erna, 12.3.2008 kl. 00:26
Guðmundur Kíkir hefur bara verið bæði sjó og mannfælinn, skrítin skrúfa og dálítið pirraður kappi ásamt því að vera þekktur fyrir orðkynngi og að hafa talað kjarnmikið mál. Skemmtilegasta frásögn eins og alltaf Milla mín, knús á þig í nóttina og takk fyrir mig..
Tiger, 12.3.2008 kl. 03:19
Kæru vinir, þeir sem vita ekki hvað leðurbambari er, þá eru það leðurbuxur, grjótharðar hafa þær verið vegna vanhirðu, en bera þarf
á leður einhverja fitu til að það haldist mjúkt.
norðlenski boltinn hefur ekki verið að til verksins er hann tróð ræfils
Guðmundi í bambarann, kannski hann hafi fundið smá til í Lillanum.
Takk yndislegust fyrir innlitin, það hlýjar mér að vita að þið hafið gaman af þessu. Er að drífa mig í þjálfun engillinn búin að setja bílinn í gang fyrir elskuna sína, en í dag er rigning.
Knúsý kveðjur inn í daginn.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 07:40
Langbrókin mín kæra, hvað fól næturhúmið í sér sem gaf þér þá ætíð vel þegnu gjöf, " Andvökuna"
Kaffi kveðjur knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.