Kalka!? nei ég er ekki farin að kalka.

Það var nefnilega þannig að í gær sagði ég í kommenti
frá því að Ljósálfarnir mínir hér á Húsavík ættu afmæli,
sú eldri 10 mars en sú yngri 11 mars.
Síðan fór sú gamla (Unga)Tounge á flug í frásagnargleðinni.

Fór að segja að ég hefði verið viðstödd þegar þær fæddust
Milla dætur. Einnig þegar tvíburarnir mínir fæddust,
dætur Dóru minnar, og þegar Hróbjartur minn fæddist
sonur Írisar.
Hætti svo bara að segja frá eins og ég ætti bara þessi
fimm barnabörn.
Kviknaði á perunni í morgun, ég á fjögur í viðbót.
Ákvað að bæta við, svo engum sárnaði við ömmu sína.

Fúsi og Solla eiga Kamillu sól sem er 11 ára og ég get alveg
sagt ykkur án þess að blikna að hún hefur alla góða kosti
frá mér, T.d. stjórnsemi, allt á sínum stað, þarf að vita um allt sem gerist
og hvað er í matinn hverju sinni, og hvort að allt sé til í þann rétt
sem á að elda, frábært segir amman.
Síðan eiga þau Viktor Mána sem er bara flottastur.
Sölvi Steinn er yngstur og yngsta barnabarnið mitt, algjör knúsbolti.
Ekki var ég viðstödd fæðingu þeirra, en fór fljótlega suður eftir að þau fæddust.

Íris mín á svo Báru Dísina og ég ætlaði að vera viðstödd þá fæðingu, en henni
datt í hug að koma í heiminn á gamlársdag, afmælisdaginn hennar mömmu minnar
og varð hún 75 ára þennan dag og var veisla um daginn í sal úti í bæ.
Um kvöldið vorum við búin að bjóða fullt af fólki heim til Írisar í Kalkún og var
ekki hægt að hætta við það, því maturinn var tilbúin er við komum frá
mömmu, bara eftir að brúna og laga sósuna.

Það var nú eins gott að til var matur því  Íris var svo svöng að farið var með
mat handa þeim suður í Keflavík. Hún kom svo heim á nýársdag með
prinsessuna sína.
                               Takk fyrir mig englarnir mínir.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Þú ert aldeilis rík Milla af öllum þessum börnum og barnabörnum

M, 12.3.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er sko ekki farin að kalka þetta getur komið fyrir alla.

En þú ert rík af öllum börnunum þínum. Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 11:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Emmið mitt ég er rík, vona að njóti þess sem lengst.
Flott merkið þitt.
                              KveðjaMilla. 
                          

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ríkidæmi og gleði ekki spurning  

Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Erna

Stjórnsemi er kostur Milla mín  Gamlársdagur er flottur afmælisdagur það þekki ég.Steingeitur eru stjórnsamar,skipulagðar og halda vel utanum sitt.Ég gæti trúað að þú værir steingeit ,sporðdreki eða bogamaður.Getur það passað?

Erna, 12.3.2008 kl. 12:05

6 Smámynd: Brynja skordal

þú átt aldeilis mikið af gullmolum yndislegt ríkidæmi hafðu góðan dag

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 12:38

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín ég er ekta sporðdreki fædd 02/11-'42. er sko ekta módel eins og þú veist snúllan mín. Það er nú allt svo flott og fínt hjá þér,
að þú ert velskipulögð Steingeit.
Stelpur ætla að segja ykkur einn góða.
Einu sinni sem oftar vorum við í Keflavíkinni og Fúsi minn átti að fara í klippingu kl. 12. þegar Kamilla Sól kemur heim spyr hún kom pabbi heim áður en hann fór í klippingu, já elskan mín hann átti að mæta kl.12, þá snýr hún svolítið upp á sig og segir: ,, Skipti hann um föt áður?
nei það held ég ekki, átti hann að gera það?
já maður fer ekki á hárgreiðslustofu í vinnufötunum".
Þar hafið þið það, hún hefur verið 8 ára þá.
                    Knús og kveðjur til ykkar allra
                               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 14:02

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta er enginn smá hópur sem þú átt. Heill fjársjóður af gersemum.  Aha nú skal ég segja þér eitt, ég er líka sporðdreki fædd 31.10. ´49  Þett´ætti Jenný að sjá, held að tölur fari smá fyrir hjartað á henni  

Ía Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 15:02

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að vita, enda ert þú sterkur persónuleiki að sjá og heyra.
já finnst þér ég ekki vera rík? hefur þú skoðað myndirnar?
                             Kveðja Milla.

Ps. fara tölur í hjartaþelið á Jenný?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 16:03

10 Smámynd: Tiger

 Grandma Loves You Hvað getur maður sagt - Ömmur eru englar sem sendir eru til að kenna okkur góð og mikilvæg gildi og til að við getum fundið öruggan og ástúðlegan faðm til að leita í ef eitthvað bjátar á. Mömmur eru reyndar líka þessir englar sko, en ömmur - dásamlegar. Þú átt marga gullmola þarna Milla mín, Guð gæti þín og þeirra.





Tiger, 12.3.2008 kl. 16:09

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér fyrir Tiger og sömuleiðis.
                   Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.3.2008 kl. 17:45

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Búkolla það þarf að hlú að þeim, þau eru demantar framtíðarinnar
og ljósin okkar.
                              Kveðjur Milla    

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.