Dagurinn í dag.

Ætlaði í þjálfun í morgun, en nei í fyrsta skipti var
bara ófært allir bílar fastir, svo ég sló þessu bara af.
um hádegið fóru allir sem gátu að losa bílinn sem kom
með dótið hennar Írisar og setja það inn í hús.
þá fór ég og lagði mig, þar sem ég er búin að vera
með ljótuna þá hef ég ekki verið upp á marga fiska.
Svaf í allan dag. Fórum síðan til Millu Jr.þar borðuðum
við saman Íris kom um átta leitið, kalla það bara gott,
hún fór um eitt leitið úr Reykjavík.
Boðuðum pissu og kaffi og tertu á eftir.
Við gamla settið erum komin heim meðan hinir eru að
fylgja Írisi og Báru Dís eftir inn í nýja heimilið þeirra.

Núna verða annasamir dagar framundan þannig að
þið fyrirgefið mér ef ég kommenta ekki mikið hjá ykkur.

Sendi ykkur öllum kærleik og ljós.
Kveðjur Milla.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er gaman að hún skuli vera að koma sér fyrir og þér veðrur alveg fyrir gefið þótt allt fljóti ekki í kommenti ´frá þér mín kæra og góða nótt

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Guðborg mín og góða nótt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Tiger

 SnowstormÆjá, veðráttan getur sannarlega sett strik í reikninginn stundum - sérstaklega þegar mikið er um hvíta köggla um allt og kuldaboli bítur.. eins gott að þú farir vel með þig svo kvef og fleira geri sig ekki of vel heimkomin hjá þér ljúfust.

 Eating Pizza  Ég er nú ekki mikill pizzukappi en ég elska kaffi/kakó og tertusneið, helst franzka súkkulaði köku með rjóma .. *slurp*. Gott að þú gast eitthvað stússað með fjölskyldunni en hafðu engar áhyggjur af okkur þó þú sért ekkert að kvitta útum allt. Það eru annatímar handan við horni á öllum bæjum og það verða ábyggilega flestir á sömu buxunum - önnum hlaðnir og nóg annað að gera en bloggeríkvittast, það kviknar ekki í neinum held ég... hafðu það bara gott og farðu endalaust vel með þig krúttið mitt svo ekki bíti flensan fyrir páskana! Knús í helgina Milla mín.





Tiger, 15.3.2008 kl. 00:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig, eins og ævilega hlýnar manni um hjartaræturnar við að
lesa þig, nei ég meina það sem þú skrifar, er aðeins betri í dag
vonandi helst það.
Þú ættir nú bara að smakka heimatilbúna grænmetispizzu /m miklu kryddi, osta, pepperonii, sveppi,lauk, jalapelío +++,
eða með nautakjöti, lauk, sveppum, frönskum og bernes sósu.
Þú gætir ekki staðist þær.
                                           Knús ínn í helgina Milla.

 Animated Hearts 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.