Alltaf endurtekur sagan sig.
18.3.2008 | 17:23
Datt í hug, er ég heyrði eina góða um daginn, dag sanna.
Maður nokkur hitti konu, sem spurði hvað er títt?
hann leit á hana sorgmæddum augum og sagði:
,, Hún er farin frá mér", Hvað segir þú, ertu að meina konuna þína?.
já hún bara fór, sagði að hún væri búin að kaupa sér íbúð,
tók síðan allt það innbú sem henni hugnaðist, og ég sit eftir
með sárt ennið. "Þvílíkt væl"
Síðan fór að heyrast í hverfinu, haldið ekki að helvítis kerlingin hafi
bara farið og skilið karl greyið eftir með tvær hendur tómar.
hvers eiga þeir að gjalda þessir góðu menn.
Ég gat nú ekki annað en hlegið, góður maður, við hvern?. Sjálfan sig.
Sko ég spyr alltaf, af hverju fór konan, af hverju fékk hún nóg eða
varð leið.
Hver veit sannleikann í málum annarra? engin nema sá aðili sem
ákveður að skilja,
ekki einu sinni makinn því sá sem eftir er vill aldrei sjá hvað
í raun og veru gerðist.
Eitt er alveg á tæru frá minni hendi að undirlægjur, skælur og fólk sem
kennir alltaf öðrum um ófarir sínar eru bara að mínu mati óþolandi
væluskjóður.
Ætlaði nú bara að tala um fólk sem veit alltaf betur en fólkið sem lendir í
svona málum.
Einnig um fólk sem ekki getur staðið með sér og sínum í einu og öllu.
Skal tekið fram að skoðun mín á við um bæði kynin,
þó sagan hafi verið í upphafi um vælið í karlinum.
Athugasemdir
Við erum öll okkar gæfusmiðir og óttalega vitlaust að skella skuldinni á aðra ef að illa fer. Sumir telja sig alltaf vita betur en aðrir og eru því hvað manna duglegastir að tala um hluti sem þeir vita hvorki haus né sporð á................þekki svoleiðis týpur, hef lent á milli tannanna á þeim sjálf
Huld S. Ringsted, 18.3.2008 kl. 18:09
Ég er svo innilega sammála Huld. Hafðu það gott Milla mín
Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2008 kl. 18:22
Tiger, 18.3.2008 kl. 18:25
Góða skemmtun Gréta mín og blessi þig guð ævilega.
Tiger leitt að heyra þetta með pabba þinn, en gott að hann skildi fara, og ég held að við séum afar sammála um þessa hluti.
katla og Huld þó að þessi saga mín sé ekki um mig eða mína akkúrat núna, þá höfum við lent í þessu allavega við Huld og þekkjum þetta vel.
En það er eins og ég hef ætíð sagt maður eltir ekki ólar við vitleysuna.
það hefur reynst mér vel að gera það ekki.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.