Sparnaðarleiðir.

Sko svona sparnaðarleiðir, sko, ekki í banka, nei! nei!,
heldur í mat. Var að segja í kommenti í gær,
þetta er engin vandi maður bakar bara brauð sjálfur,
(verst að þau eru svo góð að maður hefur ekki undan að baka).
kaupir síðan hálfónýtt grænmeti á útsölu,
( hlýtur að fara á sale er engin kaupir það),
eldar síðan grænmetissúpu sem dugar vikuna, ódýrt og gott.

Aðra súpu las ég um í bakþönkum Karenar D. Kjartansdóttur
í Fréttablaðinu í gær, hún lærði þá uppskrift hjá ömmu sinni,
Bara soðið vatn og knorr súputeningar að vild út í, ódýrt og gott.

Mér datt nú annað ráð í hug, svona að því að súputeningarnir eru
dýrir, ekki hægt að neita því, væri þá ekki ráð að fara á fjöll og lesa
fjallagrös, blóðberg, mynntu og aðrar jurtir, ódýrt og gott.

Við mundum að sjálfsögðu einnig lesa ber og frysta, og útbúa eftir hendinni
sultu án sykurs, þá er bara hægt að útbúa fyrir viku í einu,
flott með brauðinu,
nema við mundum útbúa okkur býflugnabú til að fá smá sætu, ódýrt og gott.

Kjöt??? Já mundum við ekki bara kaupa slög, hakka og búa til bollur,
eða til hátíðar gert steikja í ofni með kartöflum og hundasúrusósu
það er hægt að lesa hundasúrur á sumrin og frysta, ódýrt og gott.

Fiskur??? Yrðum líklegast að kaupa þunnildi í bollur, ódýrt og gott.

Ef við fáum brjóstsviða, þá er besta ráðið, matarsódinn sem amma hennar
Karenar D. kenndi henni. hann er allra meina bót, ég veit allt um það.

Við mundum líklegast spjara okkur vel í kreppunni,
haldið þið það ekki???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekki spurning Milla enda er lífið saltfiskur

Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín ég gleymdi því, auðvitað getur maður saltað í þunnildin,
ég tala nú ekki um ef maður mundu fara að rækta
rófur og kartöflur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ummm, margur góður matur nefndur þarna.  Vona nú samt að það komi ekki til svona kreppa þvi þá deyr unga kynslóðin út vegna skorts á ruslfæði, er það ekki ??

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís ekki hjá mér, þau eru svo vel upp alin
það er þegar svona kreppa hjá mörgum sem varla hafa til hnífs og skeiðar, Ásdís mín og þar er líka ungt fólk.
Ég vona að það eigi ekki eftir að versna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Erna

Spjara mig í kreppunni ?? ? Á þessum matseðli þínum nei Milla mín ég mundi deyja. Frekar fer ég á hausinn södd.. En alvöru talað þá er nú tími til kominn að við förum að hugsa um að spara (þó fyrr hefði verið). Og þá er ég að tala um okkur fullorðna fólkið, það er svo margt sem að við getum sleppt en hugsum ekki út í það vegna þess að okkur finnst það bara svo sjálfsagt. Svo erum við að vanda um við börnin okkar, segjum við þau að það liggi nú ekki á þessu eða hinu þegar okkur finnst  þau vera of fljótfær í einhverju sem þau eru að gera, bíða frekar þangað til betur stendur á hjá þeim  og allt í þeim dúr.Ég fékk ágætan málshátt í mínu páskaeggi sem segir svo margt. Eitt fordæmi er betra en þúsund ræður.

Erna, 26.3.2008 kl. 13:32

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góður málsháttur, en Erna mín þú gætir sko víst lifað af matseðlinum mínum ef þú þyrftir á því að halda.
Við skulum samt vona að við sleppum við svona hörmungar.
En ansi er ég hrædd um að það verði þröngt í búi smáfugla á næstu misserum.

                                    Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 13:42

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Smmála síðasta ræðumanni.Gaman að vera komin í blogghópinn þinn

Kristín Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:46

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég myndi ekki lifa þetta af

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:59

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Róslín mín þið munduð lifa á ástinni

Hæ Kristín sömuleiðis gaman að fá þig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 17:08

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eða það! Ekki á matnum allavega, hrikalegri gikk hefurðu ekki kynnst! ( a.m.k. af þeim sem er ekki með ofnæmi fyrir neinu )

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:11

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað borðar þú þá??? Pizzur, hammara og pulsur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 17:27

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ekki hamborgara, en hitt er hárrétt, en ég segi pylsur

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:39

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þær eru ágætar, en ég gæti ekki lifað á þeim, nema ég hefði ekkert annað

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 19:07

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Lífið er lambalæri, svínakótelettur, gratíneraðar kartöflur, sætindi og kók í plasti

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:09

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú talar mín af viti, nema sætindin þau mega missa sín mín vegna,
en þú mátt borða að vild, en eftirréttartertur þær mega ekki missa sig og auðvitað eru það sætindi.
það er ekkert skrýtið að maður hafi fitnað.
                              Knús knúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband