Það er nú ekki hægt að kæra svona flotta menn.

Það gat nú verið að búið væri að fella niður kæru
á hendur Jonathan Motzfeldt. Auðvitað  hverjum datt 
það svo sem í hug að þessi sóma maður mundi gerast
sekur um kynferðislega áreitni við konur yfirleitt.
Guð nei þetta er nú svo góður maður.

Þessi kona sem kærir góða manninn, getur ekkert gert.
Það er tilgangslaust fyrir hana að kæra niðurfellingu
lögreglurannsóknar, því það er þegar búið að ákveða að
konan hafi rangt fyrir sér, af hverju? Jú, nefnilega,
að því að hann er svo góður maður.
Og HÚN ER BARA GRÆNLENSK KONA.

Þetta konugrey sem vogar sér að ásaka góða manninn
á sér ekki viðreisnarvon.
Andlega ofbeldið heldur áfram á konur þessa lands. 

    MÍN SKOÐUN, EN HUGSIÐ AÐEINS UM ÞETTA.


mbl.is Rannsókn felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það að kona Jonathans sé Íslensk breytir ekki því, að hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Árni sú hegðun sem ég hef séð til þessa manns
gerir það að verkum að ég trúi öllu upp á hann.

Svo er nákvæmlega sama hvaðan fólk kemur,
Mjög margir eru í því að halda framhjá svo ég fari nú ekki dýpra í það.
                             eigðu góðan dag.


Sömuleiðis Sigga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Svona er þetta Milla mín, takk fyrir kveðjuna

Kristín Gunnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Árni ert þú að reyna að vera sniðugur, eða hvað?
Ef þú hefur lesið persónulýsingu mína þá veistu að ég er ógift en hef afnot af manni og hann að sjálfsögðu að mér.
Ég hef andstiggð á svikum sama í hvaða formi þau eru.

Jonathan var ekki sýknaður, heldur var lögreglurannsókn hætt
vegna skorts á sönnunum fyrir því sem konan hélt fram.

Svo skalt þú bara hætta að láta svona því ég er ekki ósanngjörn
í mínum skrifum. Punktur basta.
                        Kveðja til þín og eigðu góðan huga í kvöld.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.