Fyrir svefninn.
1.4.2008 | 21:36
Þorvaldur á Eyri og Tómas á Reyðarvatni
sátu eitt sinn að sumbli.
greindir menn voru þeir báðir, en ertnir, einkum við öl.
Tómas var lengi búin að særa Þorvald með hinu og þessu,
en hann þegir. loks segir þorvaldur:
>>mikið heldur þú þjer annars vel, Tómas minn.
Ekkert fer þér aftur.<<
Tómasi þótti lofið gott, og spyr, hvað hann hafi
sjerstaklega til marks um það.
>>Til dæmis ertu nú alveg eins grobbinn, ef ekki
grobbnari, en þegar ég kyntist þjer fyrst,<<
svaraði Þorvaldur.
Neðan á bréf til Th. Thorsteinsens kaupmanns 1860.
Læt ég fylgja lítinn kút,
lýðir naumast sjá hann.
Í búðina, Steini, bröltu út,
blessaður, láttu á hann.
Vísa kveðin í Eyjafirði, þá er dóttir amtmanns
Stefáns Þórarinssonar, Anna, er síðar var gift P. Melsted,
átti barn með Möller búðarmanni á Akureyri.
Skrúða roki af skikkju sól
skráð er snart að linni.
Búðarlokan elti ól
hjá amtmannsdótturinni.
Góða nótt.
sátu eitt sinn að sumbli.
greindir menn voru þeir báðir, en ertnir, einkum við öl.
Tómas var lengi búin að særa Þorvald með hinu og þessu,
en hann þegir. loks segir þorvaldur:
>>mikið heldur þú þjer annars vel, Tómas minn.
Ekkert fer þér aftur.<<
Tómasi þótti lofið gott, og spyr, hvað hann hafi
sjerstaklega til marks um það.
>>Til dæmis ertu nú alveg eins grobbinn, ef ekki
grobbnari, en þegar ég kyntist þjer fyrst,<<
svaraði Þorvaldur.
Neðan á bréf til Th. Thorsteinsens kaupmanns 1860.
Læt ég fylgja lítinn kút,
lýðir naumast sjá hann.
Í búðina, Steini, bröltu út,
blessaður, láttu á hann.
Vísa kveðin í Eyjafirði, þá er dóttir amtmanns
Stefáns Þórarinssonar, Anna, er síðar var gift P. Melsted,
átti barn með Möller búðarmanni á Akureyri.
Skrúða roki af skikkju sól
skráð er snart að linni.
Búðarlokan elti ól
hjá amtmannsdótturinni.
Góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt elsku Milla mín Ég var algjör engill í dag, alveg satt
Erna, 1.4.2008 kl. 21:58
Góða nótt og guð geymi þig.
Heiða Þórðar, 1.4.2008 kl. 23:03
Góða nótt elsku Milla
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:45
Guð geymi Millu mína .
Ragnheiður , 2.4.2008 kl. 00:07
Baðhúsið? var það í stúdíó Dan eða eitthvað annað? Nei kom ekki á þetta þarna einu námskeiðin sem ég sótti voru í víkinni Góða nótt milla mín
Brynja skordal, 2.4.2008 kl. 01:02
Milla mín .. alltaf gott að ná sér í smá viskublogg hjá þér fyrir svefninn. Maður fer aldrei tómhentur frá þér elskulegust. Takk fyrir þetta og syngi fyrir þig englarnir í nótt. Knúserí á þig.
Tiger, 2.4.2008 kl. 01:43
Veistu Tiger míó ég svaf eins og engill í alla nótt,
allt sem við segjum hefur áhrif, takk fyrir mig.
Knús á þig.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 06:36
Brynja mín , nei verslunin Baðstofan við Silfurgötu, allt mulig búð,
nei þú hefðir kannski komið að kaupa þér gardínur eða eitthvað smádót.
Knús á þig
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 06:41
Elsku snúllurnar mínar allar saman, takk fyrir mig, þið eruð
yndislegar, hafið húmor, gefið mér þá gleði sem best er,
Og stelpur eiðsvarið get ég að ef hún Erna hefur verið stillt í gær 1 apríl, þá hefur hún verið veik
Knús inn í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.