Við getum farið á skíði, Jeeeeeeeeeeee!.

Ekkert skrítið að fólk héldi að um aprílgabb væri
að ræða þegar troðarinn hóf vinnu sína í gær.
Dóttir mín fór og spurði manninn á troðaranum,
ertu að grínast? Nei nei sagði hann,
Það verður opnað eftir smá.
Hún dreif sig heim og náði í skíði barnanna, sótti
þær frænkur svo í skólann, og þær alveg um leið,
það er hægt að fara á skíði og meira að segja mín litla
sem er 4 ára fékk aðeins að prófa.
Það voru sælar ömmustelpur sem komu í kvöldmat til okkar í
gærkveldi. Ég vona svo sannarlega að þetta haldist smá.
                  Gaman, gaman að leika saman.


mbl.is Ekkert skíðagabb á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

En yndislegt, eigðu góðan dag ljúfan

Kristín Gunnarsdóttir, 2.4.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sakna þess stundum að geta ekki bara smellt þeim á mig og brunað niður brekkurnar.  Svo sem hægt hér en tekur tvo tíma að keyra svo maður nennir ekki svoleiðis veseni.   Skíðakveðjur inn í daginn

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra að þú sért að hressast Hallgerður mín, enda styttist í ferðina til Köben

Takk Stína mín sömuleiðis.

Ía við vorum nú fljótar til hér áður og fyrr, það var svo gaman að fara á skíði og skauta á tjörninni, varst þú ekki í þeim pakka?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 08:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga ef maður gæti nú farið á skíð í dag, þá væri það nú heill draumur, en maður nýtur þess bara að horfa á börnin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.