Vantar 27 milljarða, það munaði ekki um það.

Ítrekað er mikilvægi þess á alþingi í gær að flýta gerð sundabrautar.
Kristján L. Möller okkar ágæti samgöngumálaráðherra segir
undirbúning sundabrautar ganga vel; mat á umhverfisáhrifum
jarðgangnaleiðar er að hefjast, benti hann á að það yrði í 4=5 sinn,
sem umhverfismat  væri gert,
en jafnoft hafi hugmyndir um nýa legu brautarinnar komið upp.
Hvað kosta svona umhverfisáhrifamat?
Og hvaða déskotans rugl er þetta með þessi göng öll?
Vitað mál er að göngin munu kosta mun meiri pening,
en búist er við, og ætla ég hreint að vona að þetta
umhverfismat sýni ótvírætt fram á
að ekki sé hættulaust að leggja þessa leið í göng.

Ég hef ekkert á móti göngum og fer öll þau göng sem á vegi mínum verða,
en ég mun aldrei fara þessa leið til Reykjavíkur, ef jarðgangnaleiðin
verður fyrir valinu.
Vonandi verður heilbrigð skinsemi fyrir valinu.
                                   Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Reykjavík er að breytast í LA

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þeir halda það örugglega að þeir komist upp með það.
En nei nei látum það ekki viðgangast.
                                 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð grein  Milla mín og svo rétt hjá þér

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 16:27

4 Smámynd: Tiger

  Izzpizzz... hva - 27 milljarða - ekkert mál - hristum það bara úr nokkrum eldri borgurum og öryrkjum. Látum bara Jón og Gunnu út í bæ skúra nokkur aukakvöld í hverri viku í sirka 20 ár og afnemum alla starfslokasamninga við venjulega verkamenn - verður fljótlegt að ná nokkrum milljörðum í formi skatta af almennu launafólki. Ekki borga þeir sjálfir sem leggja svona vitleysu til sko! Ég er sammála þér Milla mín, ættum ekki að láta svona óráðsíu ganga upp. Nú er lag að mótmæla fyrst landinn er byrjaður að mótmæla... Knús á þig ljúfust.

Tiger, 3.4.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tigar alltaf færðu mann til að hlæja, sko þetta er nú að sjálfsögðu þjóðráð, bara að herða að okkur gamlingjunum okkur munar ekkert um þetta Iss, endilega mótmælum er í stuði til þess.

Það er margt í mörgu í maganum á Ingibjörgu, já þú segir nokkuð Sigga mín, en það væri nú betra ef hún hefði margt í mörgu í hausnum á sér.
takk fyrir mig Gréta og Katla, er ekki allt í sómanum katla mín?
                             Knús á ykkur öll
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.