Fjölþáttameðferð. þó fyrr hefði verið.
16.4.2008 | 06:44
Afar brýnt hefur verið í áraraðir að byggja upp slíka
hjálp fyrir fjölskyldur sem eru komnar í þrot,
það er eftir því sem stendur, algengt.
Ekki veit ég alfarið hvernig þetta virkar en bara vona
að þessi ná,skeið verði öllum til góðs.
Eitt er það sem er afar algengt í voru þjóðfélagi,
fólk leitar ekki eftir hjálp fyrr en það er komið í þrot,
og þá er vanalega komin upp svo mikil tregða, heift
og illindi á milli foreldra og barns að skemma er það
búið að gera, svo illviðráðanlegt er.
Því það er nú einu sinni þannig að foreldrar missa
þolinmæðina, oftar en ekki, segja orð sem særa og
gleymast ei svo glatt í ungu hjarta.
Ungviðið okkar eru bara lítil ungviði, sem þurfa
kærleik, aga, umbun og traust frá fæðingu.
Allir þurfa að fara á námskeið til að læra samskipti
bæði við fullorna og börn.
Það þarf líka að fara eftir því sem kennt er.
Því málið er við kunnum þetta allt,
bara mundum ekki eða höfðum ekki þolinmæði eða tíma
til að fara eftir því.
Fjölþáttameðferð vegna hegðunarvanda barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er flott framtak
Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.4.2008 kl. 06:52
Mikið rétt. Kveðja inn í daginn
Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:22
Góðan daginn elsku Milla, þetta er bara svo rétt hjá þér.
Knús á þig inní daginn
Kristín Gunnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 07:41
Takk fyrir ljúfastar eigið góðan dag.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.